Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Rósa
Hannyrðahornið 17. júlí 2023

Rósa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Upplögð í sumarprjónið

Stærðir: S M L XL

Yfirvídd: 94 100 111 120

Efni: Þingborgarlopi og tvíband. 450-450-500-550 g lopi í aðallit. 100 g lopi mynsturlitur 1, 50 g skraut-tvíband mynsturlitur 3, 20 g af hverjum hinna, litaður lopi eða jurtalitað tvíband.Einnig fást í Þingborg pakkningar með passlegu magni af efni í peysuna.

Sokkaprjónar 4 og 5 mm

Hringprjónar 4 og 5 mm 40 og 80 cm langir

Prjónfesta:

14 l og 23 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 cm

Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring, á opinni peysu eru prjónaðar 2 aukalykkjur upp alla peysuna, fitjaðar upp að loknu stroffi að neðan.

Bolur:

Fitjið upp 132-140-156-168 l á 4 mm 80 sm hringprjón, prj stroff í hring 6-8 sm perluprjón eða hverja þá gerð af stroffi sem vill. Skipt yfir á 5 mm 80 sm hringprjón þegar stroffi er lokið. Prjónað sl uns bolur mælist 38-46 sm. (Lengd á bol er smekksatriði, mælið viðkomandi og metið hvað þið viljið hafa bolinn síðan.) Á dömupeysu er fallegt að gera ,,mitti“ á peysuna með því að taka úr á bol. Setjið merki í báðar hliðar, takið úr 2 l hvoru megin, *prj 2 l saman, prj 1 l, prj 2 l saman*.

Fyrst er tekið úr er bolur mælist 8-12 smogsíðan2xafturmeð5smá milli. Alls eru teknar úr 12 l. Prj 5 sm, þá er aukið út aftur samsvarandi og með sama millibili og tekið var úr og endað með sama lykkjufjölda.

Mælið ykkur og metið hvað þið viljið hafa bolinn síðan og hvar þið viljið að úrtaka byrji.

Ermar:

Fitjið upp 32-36-36-40 l á 4 mm sokkaprjóna prjónið stroff í hring 6-8 sm. Skiptið yfir á 5 mm sokkaprjóna þegar stroffi er lokið og aukið strax um 2 l undir miðri ermi, (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 lykkju fyrir síðustu l í umf). Endurtakið aukningu 8-8-9-9 x upp ermi, með u.þ.b. 8 umf á milli, þar til 50-54- 56-60 l eru á prjóninum.

Skiptið yfir á 40 sm 5 mm hringprjóninn á u.þ.b. miðri ermi. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 44-52 sm. (Mælið handlegg og metið hve ermin á að vera löng)

Axlastykki:

Sameinið nú bol og ermar á 5 mm 80 sm langa hringprjóninn. Setjið 5-5- 5-6- síðustu l og 5-5-6-6- fyrstu l á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 10-10-11-12 af bol á prjónanælu þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol.

Prjónið fyrri ermina við bolinn 40-44-45-48 l, prjónið næstu 56-60- 67-72 l af bol og setjið næstu 10-10-11-12 l á hjálparprjón. Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hana. Prjónið síðan 56-60-67-72 l af bol, þá eru 192-208-224-240 l á prjóninum. Þá byrjar mynstur. Þegar prjónaðar hafa verið sex umferðir af mynstri er aukið út um 4 lykkjur í stærð S og um 2 lykkjur í stærð M, óbreytt tala er í stærð L, en fækkað um 2 lykkjur í stærð XL.

Prjónið mynstur áfram eftir teikningu. Þegar fyrstu úrtöku er lokið er í umferð 22 aukið út um 2 lykkjur í stærðum M og XL. Prjónið áfram og notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar. Þegar mynstri lýkur er tekið úr aukalega þar til 64-72 l eru eftir á prjóninum. Þá er skipt á 4 mm 40 cm hringprjón og prj 3-4 sm stroff og 4 umf slétt prjón, fellt af. Gangið vel frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum.

Þvottur:

Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og vindið svo í hálfa mínútu í þvottavél. Mikilvægt er að vélin fari strax að vinda, (þær eru misjafnar að þessu leyti) en sé ekki að veltast með flíkina fyrst, þá getur hún þófnað. Leggið peysuna á handklæði til þerris.

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal