Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Púðaver með gatamynstri
Hannyrðahornið 7. ágúst 2019

Púðaver með gatamynstri

Höfundur: Handverkskúnst
Mér þykir alltaf gaman að sjá fallega púða í sófanum, hvort sem er heima eða í sumarbústað. Þetta fallega púðaver er prjónað með fallegu gatamynstri og passar fyrir púða í stærðinni 45x45 cm. 
 
Mál: 38x38 cm. Púðaverið er aðeins minna en púðinn þar sem það á að strekkjast aðeins svo að það verði fallegra.
 
Garn:
- Drops Nord: Rjómahvítur nr 01: 250 g og notið 
- Drops Kid-Silk: Rjómahvítur nr 01: 100 g 
 
Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 20 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.
Garðaprjón (prjónað í hring):
*1 umferð slétt, 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
 
 
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
Aðferð: Púðaverið er prjónað í hring á hringprjón. Það er mynstur á framhlið en slétt prjón á bakhlið.
Fitjið upp 152 lykkjur með 1 þræði Nord+1 þræði Kid-Silk á hringprjón nr 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið mynstur þannig: Prjónið 3 lykkjur brugðnar, A.1 (= 22 lykkjur), 2 lykkjur brugðnar, A.2 (= 21 lykkjur), 2 lykkjur brugðnar, A.1 (= 22 lykkjur), 3 lykkjur brugðnar, 77 lykkjur slétt. Athuið prjónfestuna. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 37 cm – endið e.t.v. eftir eina heila mynstureiningu af A.2. Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið laust af.
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman efri kantinn, kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið púða í púðaverið og saumið saman neðri kantinn.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 

2 myndir:

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL