Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ponchoið Malina
Hannyrðahornið 23. maí 2019

Ponchoið Malina

Höfundur: Handverkskúnst
Poncho með hjartalaga puff spori, heklað úr Drops Brushed Alpaca Silk. Létt og þægilegt til að bregða yfir sig í sumar. 
 
Stærðir:  S/M – L/XL – XXL/XXXL
 
Garn: Drops Brushed Alpaca Silk, fæst hjá Handverkskúnst. Fjólublár nr 08: 200-200-250 g 35% afsláttur til 31. maí af öllu Drops garni.
 
Heklunál: 5,5 mm
 
Heklfesta: 13 stuðlar á breidd og 8 umferðir á hæð verða 10 x 10 cm.
 
 
Poncho: Stykkið er heklað fram og til baka eins og hálsklútur og síðan saumað saman í poncho. Fitjað er upp með tveimur þráðum en eftir það heklað með einföldum þræði, þetta er gert til þess að uppfitið sé teygjanlegra.
 
Fitjið upp 60-72-84 loftlykkjur. Fyrstu tvær umferðirnar eru heklaðar eftir mynstri A.1a í fyrstu 4 loftlykkjurnar, eftir mynstri A.2a í næstu 52-64-76 loftlykkjur (= 13-16-19 mynstureiningar) og eftir mynstri A.3a í síðustu 4 loftlykkjurnar. Svo er heklað eftir mynstri A.1b yfir mynstur A.1a, A.2b yfir A.2a og A.3b yfir A.3a. Endurtakið A.1b/A.2b/A.3b til stykkið mælist ca 137-145-160 cm, klippið frá og gangið frá endum.
 
Frágangur: Brjótið stykkið saman svo úr verði poncho líkt og sést á myndinni. Saumið saman með varpspori og gætið þess að saumurinn sé ekki of strekktur.
 
Mynstur
 
 
 
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL