Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir horpugull@gmail.com

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Stærð: A (minni)/B (stærri) Efni: Hörpugull (handlitaður einfaldur Þingborgarlopi) 200 gr. / 250 gr. Prjónafesta: 15 lykkjur x 20 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 cm á prjóna nr. 6.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4.5 og 6, hringprjónar nr. 4.5 og 6 (60-80cm).

Bolur: Fitjið upp 124/136 lykkjur á hringprjón nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10 umferðir. Skiptið yfir á hringprjón nr. 6 og prjónið slétt þar til bolur mælist 44/48 cm (mælið viðkomandi og metið bolsídd).

Ermar: Fitjið upp 36/40 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10 umferðir. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 6 og prjónið slétt. Aukið út um tvær lykkjur undir miðri hendi (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju í umferð). Endurtakið aukningu með 10 umf. millibili, 8 sinnum þar til lykkjurnar eru orðnar 52/56. Skiptið yfir á stuttan hringprjón nr. 6 um ca miðja ermi. Prjónið þar til ermi mælist 46/50 cm (mælið viðkomandi og metið ermasídd). Gerið seinni ermi eins.

Axlastykki: Sameinið bol og ermar á lengri hringprjón nr. 6. Setjið prjónamerki þar sem ermi og bolur sameinast (þ.e. 4 merki), setjið 4 síðustu lykkjur og 4 fyrstu lykkjur á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 8 l af bol á prjónanælu, þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol. Prjónið fyrri ermina við bolinn 44/48 lykkjur, prjónið næstu 54/60 lykkjur af bol og setjið næstu 8 l á prjónanælu. Prjónið seinni ermina við. Prjónið síðan 54/60 lykkjur af bol, þá eru 196/216 lykkjur á prjóninum.

Úrtaka: Laskaúrtaka:Tekið er úr á fjórum stöðum, alltaf þar sem bolur og ermi mætast. 1.umf.: Prjónið þar til 3 l eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 2 l slétt, prjónamerki situr mitt á milli þessa tveggja lykkja. Lyftið 1 l af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 l slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Endurtakið við öll hin prjónamerkin sem eftir eru (= 8 lykkjur færri). 2. og 3. umf.: Prjónað slétt yfir allar lykkjur. Þessar þrjár umferðir eru endurteknar þar til 76/80 lykkjur eru eftir á prjóninum (notið styttri hringprjón þegar lykkjum fækkar). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 4.5 og prjónið perluprjón 10 umf. Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið í volgu sápuvatni og leggið á handklæði til þerris.

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL