Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Peysan Agnes
Hannyrðahornið 23. desember 2019

Peysan Agnes

Höfundur: Hanverkskúnst
Drops Sky er dúnmjúkt og létt garn sem stingur ekki. Peysan Agnes er prjónuð ofan frá og niður með gatamynstri á berustykki. Opin útgáfa af peysunni sem og útgáfur í fullorðinsstærð má finna á garnstudio.com. Tilboðsdögum á Alpaca lýkur 31. desember.  
 
Stærðir: 3/4 (5/6) 7/8 (9/10) 11/12 ára
Garn: Drops Sky (fæst í Handverkskúnst)
- Ljósgallabuxnablár nr 13: 150 (150) 200 (200) 200 g 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 og 60 cm, nr 4 – eða sú prjónastærð sem þarf til að 21 lykkja á breidd með sléttu prjóni = 10 cm.
 
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt, 1 umferð brugðin*.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
 
Útaukning-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 17) = 4,2.
 
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúið slétt svo að ekki myndist gat.
 
Útaukning-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið  uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið uppá prjóninn = aukið út um 2 lykkjur. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúið slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar slétt.
 
Úrtaka (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir = fækkað um 2 lykkjur.
 
Berstykki: Fitjið upp 62 (66) 70 (76) 82 lykkjur, tengið í hring og prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16 (18) 20 (22) 23 lykkjur jafnt yfir umferð SJÁ ÚTAUKNING-1 = 78 (84) 90 (98) 105 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. 
 
Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð, héðan er nú mælt. Í næstu umferð er prjónað eftir mynsturteikningu A.1, (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð) alls 13 (14) 15 (14) 15 sinnum í umferð. Þegar mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð eru 208 (224) 240 (252) 270 lykkjur á prjóninum. Í næstu umferð er aukið út um 4 (4) 2 (2) 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 212 (228) 242 (254) 274 lykkjur.
Prjónið slétt þar til stykkið mælist ca 15 (15) 16 (17) 18 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 62 (66) 70 (74) 75 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 44 (48) 51 (53) 62 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, prjónið 62 (66) 70 (74) 75 lykkjur (= framstykki), setjið síðustu 44 (48) 51 (53) 62 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6 lykkjur undir ermi.
 
Fram- og bakstykki: Nú eru 136 (144) 152 (160) 162 lykkjur í umferð. Héðan er nú mælt. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli lykkjanna 6 sem fitjaðar voru upp. Prjónið slétt í hring. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) sjá útaukning-2. Endurtakið útaukningu með 3 (4½) 5½ (6½) 7½ cm millibili alls 3 sinnum = 148 (156) 164 (172) 174 lykkjur í umferð. Prjónið slétt þar til stykkið mælist ca 15 (17) 20 (23) 26 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm til loka). Prjónið garðaprjón 2 cm. Fellið laust af.
 
Ermi: Setjið til af bandi á yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna nr 4, prjónið upp 1 nýja lykkju í lykkjurnar 6 sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50 (54) 57 (59) 68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið slétt í hring þar til ermin mælist 3 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. Sjá úrtaka. Prjónið áfram slétt og endurtakið úrtöku með 4 (4) 4 (4) 3½ cm millibili alls 5 (6) 7 (8) 10 sinnum = 40 (42) 43 (43) 48 lykkjur á prjóninum. Prjónið slétt þar til ermin mælist 23 (28) 31 (35) 38 cm. Prjónið garðaprjón 2 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina alveg eins.
 
Gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst.
www.garn.is
 
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL