Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nettur hálsklútur / sjal
Hannyrðahornið 7. mars 2023

Nettur hálsklútur / sjal

Höfundur: DROPS DESIGN

Stykkið er prjónað frá hlið í garðaprjóni úr dásamlega Drops Sky garninu.

DROPS Design: Mynstur sk-182

Stærð
Hæð: Mælt frá miðju = ca 20 cm.
Breidd: Mælt meðfram efri hlið frá hlið að hlið =ca116cm.

Garn: DROPS SKY (fæst í Handverkskúnst): 50 g litur á mynd nr 09, trönuber

Prjónar: Hringprjónn nr 4, 60 cm.

Prjónfesta: 21 lykkja á breidd og 42 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10x10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá hlið að hlið.

SJAL: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Sky. Prjónið og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1 (fyrsta umferð er frá réttu). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka, prjónið garðaprjón og sléttprjón eins og áður jafnframt því sem útaukning heldur áfram innan við 2 lykkjur í byrjun á 6. hverri umferð.

Það eru alltaf 2 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið á stykki og það verða fleiri og fleiri lykkjur í garðaprjóni í miðju á stykki.
Þegar stykkið mælist ca 56 cm frá uppfitjunarkanti er prjónað garðaprjón og sléttprjón eins og áður án þess að auka út í 4 cm. Haldið áfram í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður, en nú er lykkjum fækkað innan við 2 lykkjur sléttprjón í sömu hlið á stykki eins og aukið var út áður.

Þ.e.a.s. prjónað er frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Prjónið eins og áður út umferðina. Haldið áfram með úrtöku innan við 2 lykkjur sléttprjón í byrjun á 6. hverri umferð, það eru áfram 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið á stykki og það verða færri og færri lykkjur í garðaprjóni í miðju á stykki. Prjónið svona þar til 5 lykkjur eru eftir. Prjónið 2 umferðir eins og áður og fellið af í næstu umferð. Stykkið mælist ca 116 cm.

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...

Smásjal heklað úr DROPS Air
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Uppskrift að "Happy Laurel Shawl" sjal. Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum s...

Síðar buxur
Hannyrðahornið 29. október 2023

Síðar buxur

Síðar buxur úr einbandi og plötulopa