Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Litríkt púðaver
Hannyrðahornið 30. mars 2021

Litríkt púðaver

Höfundur: Handverkskúnst

Prjónað púðaver úr DROPS Paris. Prjónað í röndum, með garðaprjóni og snúningum.

DROPS Design: Mynstur w-059-bn

Stærð: Þvermál af púðaverinu: ca 35 cm. Passar fyrir hringlaga kodda ca 40 cm að þvermáli.

Garn: DROPS PARIS (fæst í Handverkskúnst)

- Ljósblár nr 101: 50 g

- Fífill nr 14: 50 g

- Rjómahvítur nr 17: 50 g

- Apríkósa nr 01: 50 g

- Rauður nr 12: 50 g

Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm nr 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 20 lykkjur x 40 umferðir = 10x10 cm.

Hringlaga púði ca 40 cm að þvermáli.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):

Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Litaröð-1:

Mynstureining 1 og 8: ljósblár

Mynstureining 2 og 6: fífill

Mynstureining 3 og 10: rjómahvítur

Mynstureining 4 og 7: apríkósa

Mynstureining 5 og 9: rauður

Litaröð-2:

Mynstureining 1 og 8: rjómahvítur

Mynstureining 2 og 6: rauður

Mynstureining 3 og 10: ljósblár

Mynstureining 4 og 7: apríkósa

Mynstureining 5 og 9: fífill

PÚÐI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í 2 stykkjum sem síðan eru prjónuð saman í lokin. Prjónað er garðaprjón og styttar umferðir í mynstureiningum og gatamynstur er prjónað á milli hverra mynstureininga.

PÚÐAVER: Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón nr 3 með ljósbláum. Prjónið garðaprjón og litaröð-1 – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT eru prjónaðar styttar umferðir (1. umferð = rétta): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (passið að prjóna þær ekki laust), snúið við og prjónið slétt til baka. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 34 umferðir garðaprjón og prjónað hefur verið einni lykkju færri í hvert skipti sem snúið er við. Nú er 1 lykkja á prjóni. Næsta umferð er prjónuð yfir allar lykkjur þannig: 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, *1 lykkja slétt (lykkja sem áður var prjónuð 2 slétt saman), sláið uppá prjóninn*, prjónið frá *-* endið á 1 lykkja slétt = 35 lykkjur á prjóninum. Snúið við og prjónið til baka. ATH! uppáslátturinn er prjónaður slétt í þessari umferð, það eiga að myndast göt. Fyrsta mynstureiningin af púðaverinu hefur nú verið prjónuð. Prjónið næstu mynstureiningu eins og kemur fram að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 10 mynstureiningar. Fellið laust af.

Prjónið annað stykki alveg eins, nema nú eru prjónað eftir litaröð-2.

FRÁGANGUR: Saumið með þræði í gegnum allar kantlykkjurnar í miðju og dragið saman, festið þráðinn vel. Saumið saman uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Endurtakið á hinu stykkinu. Saumið bæði stykkin saman í ystu lykkjubogana/umferð – passið uppá að gengið sé frá púðaverinu þannig rendur í sama lit séu á móti hverri annarri. Skiljið eftir ca 3 mynstureiningar til að setja koddann í áður en opið er saumað saman.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL