Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Höfundur: Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonstyrkt garn frá Drops og kjörið í sokka en einnig húfur, vettlinga, peysur og margt fleira.

DROPS Design: Mynstur fs-001-bn

Stærðir: 24/25 (26/28) 29/31 (32/34) 35/37 (38/40) 41/43.

Lengd fótar: 15 (17) 18 (20) 22 (24) 26 cm.

Garn: DROPS FIESTA (fæst í Handverkskúnst) - 100 (100) 100 (100) 100 (150) 150 gr litur á mynd nr 14, regnbogaskraut.

Prjónar: Sokkaprjónar nr 31⁄2 Prjónfesta: 22 lykkjur x 30 umferðir í sléttprjóni = 10 x 10 cm.

Hælúrtaka:

UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6 (8) 7 (7) 6 (6) 9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.

UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 (8) 7 (7) 6 (6) 9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.

UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 (7) 6 (6) 5 (5) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.

UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 5 (7) 6 (6) 5 (5) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.

Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 8 (8) 10 (10) 12 (12) 14 lykkjur eru eftir á prjóni.

LEIÐBEININGAR ÚRTAKA:

Byrjið 3 lykkjum á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkið er staðsett á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá stroffi niður að tá.

STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 40 (44) 44 (48) 48 (52) 60 lykkjur á sokkaprjóns nr 31⁄2 með DROPS Fiesta. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 8 (9) 11 (13) 15 (16) 17 cm. Nú er prjónað sléttprjón og stroffprjón frá byrjun umferðar þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= tilheyrir hæl), prjónið stroffprjón eins og áður (byrjar með 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 22 (22) 22 (26) 26 (30) 30 lykkjur (endar með 2 lykkjur brugðið), prjónið sléttprjón út umferðina. Prjónið svona þar til stykkið mælist 9 (10) 12 (14) 16 (17) 18 cm. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu.
Nú er prjónaður hæll og fótur eins og útskýrt er að neðan.

HÆLL OG FÓTUR: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 22 (22) 22 (26) 26 (30) 30 lykkjur og setjið þær á þráð (miðja ofan á fæti) og prjónið út umferðina í sléttprjóni = 18 (22) 22 (22) 22 (22) 30 lykkjur fyrir hæl. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni yfir hællykkjurnar í 5 (5) 51⁄2 (51⁄2) 6 (6) 61⁄2 cm. Setjið 1 merki mitt í síðustu umferð – síðar á að mæla stykkið frá þessu merki. Prjónið HÆLÚRTAKA – lesið útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 8 (8) 10 (10) 12 (12) 14 hællykkjur, prjónið upp 11 (11) 12 (12) 13 (13) 14 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið sléttprjón yfir 22 (22) 22 (26) 26 (30) 30 lykkjur af þræði ofan á fæti og prjónið upp 11 (11) 12 (12) 13 (13) 14 lykkjur meðfram hinni hliðinni á hæl = 52 (52) 56 (60) 64 (68) 72 lykkjur. Prjónið að miðju undir hæl – umferðin byrjar núna hér.

Setjið 1 merki hvorum megin við 22 (22) 22 (26) 26 (30) 30 lykkjur ofan á fæti. Prjónið sléttprjón undir fæti og stroffprjón eins og áður ofan á fæti jafnframt því sem lykkjum er fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan fyrra merki ofan á fæti slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir seinna merki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 6 (6) 6 (6) 5 (5) 5 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 4 (3) 3 (4) 6 (6) 6 sinnum = 32 (34) 38 (40) 42 (46) 50 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 11 (13) 131⁄2 (15) 17 (18) 20 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Nú er afgangur af stykki prjónað í sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 12 (14) 141⁄2 (16) 18 (191⁄2) 21 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Það eru eftir 3 (3) 31⁄2 (4) 4 (41⁄2) 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan.

TÁ: Setjið 1 merki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 16 (16) 18 (20) 20 (22) 24 lykkjur ofan á fæti og 16 (18) 20 (20) 22 (24) 26 lykkjur undir fæti. Prjónið sléttprjón, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 (3) 4 (4) 4 (5) 5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 3 (3) 3 (4) 4 (4) 5 sinnum = 8 (10) 10 (8) 10 (10) 10 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjur, herðið á þræði og festið vel.

Sokkurinn mælist ca 15 (17) 18 (20) 22 (24) 26 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Prjónið hinn sokkinn eins.

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...