Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Laus kragi í stað trefils
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 30. janúar 2017

Laus kragi í stað trefils

Höfundur: Handverkskúnst
Með þennan hálskraga verður börnunum ekki kalt í vetur, þeir eru mjög góðir fyrir börn í stað trefils í kuldanum. 
 
Ég prjónaði þessa kraga á barnabörnin mín og þeir hittu vel í mark og eru mikið notaðir. 
 
Stærðir:  
6-12 mán. (2-4 ára) 6-8 ára.
Garn: Drops Baby Merino, 50 (50) 100 gr. 
Prjónar: 40 sm hringprjónn nr. 2,5-3
 
Tvöfalt perluprjón:
 
umf. 1: prjónið *1 lykkja sl. og 1 lykkja br.* endurtakið *-* út umf
umf. 2: prjónið  br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur
umf. 3: prjónið *1 lykkja br. og 1 lykkja sl.* endurtakið *-* út umf.
umf. 4: prjónið br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur
 
Endurtakið umf. 1-4 upp stykkið
 
Fitjið upp á hringprjón nr. 2,5-3, 48 (56) 60 lykkjur og prjónið fram og til baka tvöfalt perluprjón þar til stykkið mælist 10 (10) 12 sm, leggið til hliðar og prjónið annað stykki eins þar til það er 12 (13) 15 sm. (ég hef bakstykkið aðeins síðara svo það kippist ekki upp þó svo barnið horfi niður).
Sameinið stykkin á hringprjónin = 96 (112) 120 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú í hring, 2 umf slétt og síðan stroff 2 sl. og 2 br. þar til stroffið mælist 10 (12) 14 sm.  
Fellið laust af með sl og br lykkjum. 
Gangið frá endum. 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f