Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kryddað garðaprjónssjal
Hannyrðahornið 11. mars 2019

Kryddað garðaprjónssjal

Höfundur: Handverkskúnst
Einfalt og skemmtilegt sjal prjónað frá hlið með garðaprjóni og röndum. Garnið Delight er á 30% afslætti í mars. 
 
Stærð: Hæð fyrir miðju ca 52 cm. Lengd efst ca 172 cm.
Garn: Drops Delight (fæst í Handverkskúnst)  
- Litur 1: grænn/beige nr 08: 100 g
- Litur 2: ólífa/ryð/plómu nr 10: 100 g, 
Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm, nr 4 
Prjónfesta: 21 lykkja = 10 cm
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.
 
Rendur:
Allt sjalið er prjónað í röndum. Prjónið *2 umferðir garðaprjón með lit 1 og 2 umferðir garðaprjón með lit 2*, endurtakið frá *-* allt stykkið. Klippið ekki frá þráðinn á milli randa. Látið þráðinn fylgja með meðfram hlið á stykki, passið uppá að þráðurinn verði ekki of strekktur.
 
SJAL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Allt sjalið er prjónað með garðaprjóni (þ.e. allar umferðir slétt).
 
Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 4 með lit 1 og prjónið 1 umferð slétt. Nú er prjónað áfram með útaukningum, úrtökum og rendur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þannig:
 
UMFERÐ 1 (= rétta) litur 1: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 5 lykkjur.
 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 2.
 
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. 
 
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 1.
 
UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir af umferð, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn og 1 lykkja slétt.
 
Endurtakið síðan umferð 2-5 (alltaf skipt um lit í umferð frá réttu) þar til ca 221 lykkjur eru á prjóninum eða prjónið að óskaðri lengd (passið uppá að nægilegt magn af garni sé eftir fyrir affellingu).
 
Til að fá kant sem er teygjanlegur er fellt af þannig: *fellið af 2 lykkjur, sláið uppá prjóninn og fellið uppsláttinn af eins og venjuleg lykkja*, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið frá og festið enda. Þvoið sjalið og leggið í mál.  
 
Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...