Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður í garðaprjóni og köðlum.

DROPS Design: Mynstur e-084-by

Stærðir: 0/3 - 6/9 - 12/18 mánaða

Hæð mælt í miðju ca: 10-12-14

Lengd mælt meðfram efri hlið ca: 39-43-47

Garn: DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50-50 g litur á mynd nr 50, mynta

Tölur: DROPS TALA, NR 521: 1 stk.

Prjónar: DROPS hringprjónn nr 3,5: lengd 60 cm. Kaðalprjónn

Prjónfesta: 24 lykkjur x 48 umferðir með garðaprjóni = 10 x 10 cm.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

SMEKKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður.

SMEKKUR: Fitjið upp 27 lykkjur í öllum stærðum á hringprjón 3,5 með DROPS Safran.
Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur frá röngu.

UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í

GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 21 lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (það hafa verið auknar út 6 lykkjur í umferð, 2 af þessum lykkjum hafa verið auknar út í A.1). Það eru 33 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 35 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (4 lykkjur fleiri og 2 lykkjur færri í A.1). Það eru 37 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 39 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (það hafa verið auknar út 6 lykkjur í umferð, 2 af þessum lykkjum hafa verið auknar út í A.1). Það eru 45 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 47 lykkjur í umferð. Prjónið eins og umferð 3 og 6 (aukið er út um 4 lykkjur frá réttu og 2 lykkjur frá röngu, A.1 hefur breytilegan lykkjufjölda með 21 eða 23 lykkjum). Prjónið þar til stykkið mælist ca 9-11-13 cm mælt fyrir miðju á A.1 – stillið af að síðasta umferðin sem prjónuð er sé umferð 2 eða umferð 6 í A.1. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu.

FRÁGANGUR: Festið tölu í öðrum enda á smekknum (tölunni er hneppt í gegnum eitt af götum innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni).

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Oddgeirshólar
29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Kynbætt rautt birkiyrki í útrás
29. september 2021

Kynbætt rautt birkiyrki í útrás