Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður í garðaprjóni og köðlum.

DROPS Design: Mynstur e-084-by

Stærðir: 0/3 - 6/9 - 12/18 mánaða

Hæð mælt í miðju ca: 10-12-14

Lengd mælt meðfram efri hlið ca: 39-43-47

Garn: DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50-50 g litur á mynd nr 50, mynta

Tölur: DROPS TALA, NR 521: 1 stk.

Prjónar: DROPS hringprjónn nr 3,5: lengd 60 cm. Kaðalprjónn

Prjónfesta: 24 lykkjur x 48 umferðir með garðaprjóni = 10 x 10 cm.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

SMEKKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður.

SMEKKUR: Fitjið upp 27 lykkjur í öllum stærðum á hringprjón 3,5 með DROPS Safran.
Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur frá röngu.

UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í

GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 21 lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (það hafa verið auknar út 6 lykkjur í umferð, 2 af þessum lykkjum hafa verið auknar út í A.1). Það eru 33 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 35 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (4 lykkjur fleiri og 2 lykkjur færri í A.1). Það eru 37 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 39 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (það hafa verið auknar út 6 lykkjur í umferð, 2 af þessum lykkjum hafa verið auknar út í A.1). Það eru 45 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 47 lykkjur í umferð. Prjónið eins og umferð 3 og 6 (aukið er út um 4 lykkjur frá réttu og 2 lykkjur frá röngu, A.1 hefur breytilegan lykkjufjölda með 21 eða 23 lykkjum). Prjónið þar til stykkið mælist ca 9-11-13 cm mælt fyrir miðju á A.1 – stillið af að síðasta umferðin sem prjónuð er sé umferð 2 eða umferð 6 í A.1. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu.

FRÁGANGUR: Festið tölu í öðrum enda á smekknum (tölunni er hneppt í gegnum eitt af götum innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni).

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL