Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður í garðaprjóni og köðlum.

DROPS Design: Mynstur e-084-by

Stærðir: 0/3 - 6/9 - 12/18 mánaða

Hæð mælt í miðju ca: 10-12-14

Lengd mælt meðfram efri hlið ca: 39-43-47

Garn: DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50-50 g litur á mynd nr 50, mynta

Tölur: DROPS TALA, NR 521: 1 stk.

Prjónar: DROPS hringprjónn nr 3,5: lengd 60 cm. Kaðalprjónn

Prjónfesta: 24 lykkjur x 48 umferðir með garðaprjóni = 10 x 10 cm.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

SMEKKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður.

SMEKKUR: Fitjið upp 27 lykkjur í öllum stærðum á hringprjón 3,5 með DROPS Safran.
Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur frá röngu.

UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í

GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 21 lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (það hafa verið auknar út 6 lykkjur í umferð, 2 af þessum lykkjum hafa verið auknar út í A.1). Það eru 33 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 35 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (4 lykkjur fleiri og 2 lykkjur færri í A.1). Það eru 37 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 39 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (það hafa verið auknar út 6 lykkjur í umferð, 2 af þessum lykkjum hafa verið auknar út í A.1). Það eru 45 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 47 lykkjur í umferð. Prjónið eins og umferð 3 og 6 (aukið er út um 4 lykkjur frá réttu og 2 lykkjur frá röngu, A.1 hefur breytilegan lykkjufjölda með 21 eða 23 lykkjum). Prjónið þar til stykkið mælist ca 9-11-13 cm mælt fyrir miðju á A.1 – stillið af að síðasta umferðin sem prjónuð er sé umferð 2 eða umferð 6 í A.1. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu.

FRÁGANGUR: Festið tölu í öðrum enda á smekknum (tölunni er hneppt í gegnum eitt af götum innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni).

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara