Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir.

Ein stærð

Efni: 50 g hvítur þrefaldur Þingborgarlopi og 50 g Slettuskjótt, skærrautt, sem er litaður tvöfaldur Þingborgarlopi.

Áhöld: 40 eða 50 sm hringprjónar 4.5 mm og 6 mm.

Húfan: Fitjið upp með hvíta lopanum 68 lykkjur á 4,5 mm prjóninn. Prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar 10-12 sm. Þegar stroff er hálfnað prjónið eina umferð slétta fyrir uppábrotið á húfunni.

Skiptið yfir á 6 mm prjóninn og prjónið tvær umferðir með rauða litnum. Aukið um 2 l í seinni umferðinni jafnt yfir prjóninn.

Þá er prjónað áfram. Takið fimmtu hverja lykkju óprjónaða tvær umferðir í röð og prjónið þær í þeirri þriðju.

Endurtakið þetta 6 sinnum. Þá ættu að vera komnar u.þ.b. 25 umferðir. Þá byrjar úrtaka.

Takið úr á öðrum hverjum stað þar sem lykkjur eru teknar óprjónaðar.

*Takið yfir á hægri prjóninn tvær lykkjur í einu óprjónaðar, prjónið eina lykkju og steypið þeim óprjónuðu yfir báðum í einu, þannig verður miðjulykkjan ofaná*

Endurtakið umferðina á enda. Hættið að taka óprjónaða lykkjur á þessum stað eftir fyrstu úrtöku en haldið áfram með hinar húfuna á enda. Prjónð 10 umferðir án úrtöku og endurtakið hana síðan, en tekið er úr alls fjórum sinnum á þennan hátt.

Þá ættu að vera 15 lykkjur eftir á prjóninum, slítið frá og notið nál til að þræða í lykkjurnar og gangið vel frá endanum. Búið til dúsk að vild.

Hægt er að hafa húfuna dýpri ef vill, þá þarf að eiga meiri lopa. Eins er hægt að stækka hana á þverveginn, þá þarf að bæta við minnst fjórum lykkjum á stroff og fimm á hinn hlutann.

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL