Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Húfa með dúski
Hannyrðahornið 4. október 2022

Húfa með dúski

Höfundur: Margrét Jónsdóttir.
Stærðir:

S M L

Efni:

100 g plötulopi frá Þingborg eða Ístex

Prjónar:

Hringprjónar nr 4,5 og 6 40 sm langir, sokkaprjónar nr 6

Aðferð:

Prjónað er úr lopanum þreföldum, húfan er prjónuð í hring

Húfan:

Fitjið upp 64-68-68 l á hringprj nr 4,5 og prj 2 sl og 2 br 8 umf. Skiptið yfir á hringprj nr 6. *Prjónið 2 umf sl og svo 2 umf 2 sl og 2 br*, endurtakið þetta 5-6-7 x. Ef vill er hægt að hafa húfuna dýpri, bætið við mynsturumferðum hér.
Prj eina umf sl. Í næstu umf sem einnig er prj sl er tekið úr svona: *Prj 2 l sl, prj 2 l saman*. Endurtakið út umf. Því næst eru prj 2 umf með 2 l sl og 1 l br.
Í næstu umf er skipt yfir á sokkaprjóna nr 6. Þá eru 2 umf prj sl og í þeirri fyrri eru tekið úr svona: *Prj 2 l saman, prj 1 l sl*. Endurtakið út umf. Prj 3 umf 1 sl og 1 br. Slítið frá og hafið endann í lengra lagi.

Nú eru lykkjurnar teknar saman í kollinn:

Setjið nál á endann, þræðið í brugðnu lykkjurnar og geymið þær sléttu á prjóninum. Gerið þetta út umf og herðið vel að. Gætið þess að slíta ekki endann, snúið aðeins upp á þráðinn þá verður hann sterkari. Þræðið síðan í sléttu lykkjurnar og herðið vel að og stingið svo endanum yfir á rönguna og gangið frá endanum, og eins frá endanum við uppfitina.

Þvoið húfuna í volgu vatni og leggið til þerris.

Á þessa húfu er upplagt að setja dúsk.

Skylt efni: húfa

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL