Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hekluð karfa
Hannyrðahornið 26. febrúar 2020

Hekluð karfa

Höfundur: Handverkskúnst

Hvernig væri að hekla sér körfur undir hekl- og prjónaverkefnin? Eða skella hekluðum körfum inn á bað, í eldhúsið eða bústaðinn.

Þessar skemmtilegu körfur eru heklaðar Drops Eskimo sem er gróft garn, notuð er stór nál og því fljótheklaðar. Drops Eskimo er á 30% afslætti hjá okkur í Handverkskúnst allan febrúar, er fáanlegt í yfir 50 litbrigðum og hentar vel til þæfingar.

Uppskriftina er einnig að finna á vef Garnstudio og er hún þar í tveimur stærðum.

Stærð: Þvermál ca 30 cm, hæð ca 17 cm.
Garn: Drops Eskimo, fæst á www.garn.is
- Beige nr. 48: 250 g
- Lime nr. 35: 100 g

Heklunál: 6 mm
Heklfesta: 12 stuðlar og 6 umferðir = 10 x 10 cm.
Mynstur nr. ee-550.

Hekl leiðbeiningar: Í byrjun hverrar umf með fl, skiptið út fyrstu fl með 1 ll, umf endar á 1 kl í 1. ll frá byrjun umf. Í byrjun hverrar umf með st, skiptið út fyrsta st með 3 ll, umf endar á kl í 3. ll frá byrjun umf.
Skammstafanir á hekli: ll – loftlykkja, kl – keðjulykkja, fl – fastalykkja, st - stuðull

Uppskriftin:
Stykkið er heklað í hring. Byrjað er á að hekla botninn.

Með beige lit, heklið 2 ll.

1. umf: Heklið 6 fl í 2. ll frá heklunálinni – MUNIÐ heklleiðbeiningar.
2. umf: Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl.
3. umf: Heklið *1 fl í næstu fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 18 fl.
Munið að passa upp á heklfestuna.
4. umf: Heklið *1 fl í næstu 2 fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 24 fl.
5. umf: Heklið *1 fl í næstu 3 fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 30 fl.
6-16. umf: Haldið áfram að auka út um 6 fl í hverri umf með því að hekla 1 fl fleiri fyrir hverja útaukningu = 96 fl í umf.

Heklið nú körfuna þannig:
1. umf: Heklið 1 st í hverja fl – MUNIÐ heklleiðbeiningar = 96 st.
2. umf: Heklið 1 ll, *1 frambrugðinn st í kringum næstu 4 st, 1 afturbrugðinn st í kringum næstu 4 st*, endurtakið frá *-* út umf.
3. umf: Heklið eins og í umf 2.
4. umf: Heklið 1 ll, *1 afturbrugðinn st í kringum næstu 4 st, 1 frambrugðinn st í kringum næstu 4 st *, endurtakið frá *-* út umf.
5. umf: Heklið eins og í umf 4.

Endurtakið umf 2-5 einu sinni til viðbótar. Skiptið um lit. Heklið með lime lit eina endurtekningu til viðbótar (= 4 umferðir), þá ætti karfan að mælast ca 16 cm á hæð.

Síðasta umferðin á körfunni er kantur, þá er heklað 1 fl í hvern st og er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar


Heklkveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL