Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Haustgleði
Hannyrðahornið 31. október 2017

Haustgleði

Þegar ég sá þessa uppskrift hjá Garnstudio.com ákvað ég strax að ömmustelpurnar mínar fengju svona. Þetta er hlýtt pils og á eftir að gleðja margar stelpur. Það er gaman að prjóna og pilsið tilvalið í leik og starf barnanna. 
 
Stærðir: 
2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærðir í sm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 
 
Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE sem fæst í Handverkskúnst
150-150-200-200-200-250 g, litur nr 30
Einnig hægt að nota Karisma og Lima 
Prjónar: Hringprjónn, 60 sm, nr 4 og 40 sm, nr 3,5 (fyrir stroff) – 
Prjónfesta: 21 lykkja og 28 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 sm
Heklunál nr 3,5
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5.
 
ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúin brugðin, svo að ekki myndist gat. 
 
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
PILS:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður.
Fitjið upp 90-105-120-135-135-150 lykkjur á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 4-4-4-5-6-7 cm prjónið gataumferð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 8-9-9-11-13-15 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT Prjónið nú þannig: * 6 lykkjur brugðnar, A.1 (= 9 lykkjur) *, prjónið frá *-* út umferðina (= 6-7-8-9-9-10 mynstureiningar með A.1). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA
Haldið áfram með mynstur þannig: Prjónið A.1 1-1-1-1-2-2 sinnum á hæðina, A.2 1-1-1-1-1-1 sinni á hæðina, A.3 1-1-1-2-2-2 sinnum á hæðina, A.4 1-1-1-1-1-1 sinnum á hæðina og A.5 2-2-3-3-3-4 sinnum á hæðina. 
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju í byrjun hverrar brugðinnar einingar (= 6-7-8-9-9-10 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 1½-1½-2-2-2-2 cm millibili alls 10-9-9-9-10-11 sinnum, en aukið til skiptis út í lokin og í byrjun hverrar brugðinnar einingar (þ.e.a.s. í næsta skipti sem aukið er út, aukið út í lok hverrar brugðinnar einingar, síðan í byrjun á hverri brugðinni einingu o.s.frv). Þegar A.1 til A.5 hefur verið prjónað til loka eru 174-196-224-252-261-300 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.5 þar til stykkið mælist ca 17-17-21-24-26-29 cm frá prjónamerki (eða að óskuðu máli). Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan og fellið af með sléttum lykkjum. Allt pilsið mælist ca 26-27-31-36-40-45 cm frá uppfitjunarkanti og niður. 
 
SNÚRA:
Klippið 3 þræði Merino Extra Fine ca 3½ metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Byrjið við miðju að framan og þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataumferðina. Hnýtið slaufu við miðju að framan. 
 
HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant neðst niðri á pilsinu með Extra Fine með heklunál 3,5 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið fram ca 1½ cm, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með einni keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
 
 
 
 
Prjónakveðja,
mægðurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL