Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Höfundur: Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárskraut, jólaskraut eða hvað sem er. Stykkið er prjónað frá hlið að hlið í klukkuprjóni með i-cord og tvöföldu prjóni.

DROPS Design: Mynstur cm-156.

Stærð: Breidd = ca 11 cm, hæð = ca 9 cm.

Garn: DROPS Cotton Merino (fæst hjá Handverkskúnst).
- 50 gr litur 06, kirsuberjarauður.
- 1 slaufa er ca 17 grömm.

Prjónar: nr. 3 - eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 44 umf með klukkuprjóni verði 10 x 10 cm.

Fylgihlutir: Næla eða snúra til að festa slaufuna með.

SLAUFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka sem ein lengja í klukkuprjóni með i-cord í hvorri hlið. Síðan er uppfitjunarkanturinn saumaður við affellingarkantinn. Síðan er prjónað miðjuband í tvöföldu prjóni – miðjubandið er fest utan um sjálfa slaufuna. Í lokin er saumuð niður næla eða snúra þrædd í gegnum miðjubandið á bakhlið á slaufunni þannig að hægt sé að festa slaufuna eða hnýta hana fasta.

KLUKKUPRJÓN MEÐ 2 LYKKJUR I-CORD Í HVORRI HLIÐ:

UMFERÐ 1 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

UMFERÐ 2 (= rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

UMFERÐ 3 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 uppsláttur er eftir og 3 lykkjur, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

EFTIR UMFERÐ 3: Endurtakið síðan umferð 2 og 3.

TVÖFALT PRJÓN:

UMFERÐ 1 (= rétta): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið.

UMFERÐ 2 (= ranga): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið.

EFTIR UMFERÐ 2: Endurtakið umferð 1 og 2.

SLAUFA: Fitjið upp 19 lykkjur á prjóna 3 með DROPS Cotton Merino. Prjónið KLUKKUPRJÓN MEÐ 2 LYKKJUR I-CORD Í HVORRI HLIÐ – lesið útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 22 cm. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu.

Fellið af. Saumið affellingarkantinn við uppfitjunarkantinn – saumið lykkju fyrir lykkju, þannig að það myndast hringur (passið uppá að réttan sé út, þ.e.a.s. að það sé brugðin klukkuprjóns-lykkja í hvorri hlið innan við i-cord kanta). Saumurinn er staðsettur fyrir miðju á bakhlið á slaufunni.

MIÐJUBAND: Fitjið upp 10 lykkjur á prjóna 3 með DROPS Cotton Merino. Prjónið TVÖFALT PRJÓN framan og til baka – lesið útskýringu að ofan. Þegar miðjubandið mælist 6 cm, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 5 lykkjur. Fellið af. Leggið miðjubandið utan um slaufuna þannig að slaufan sé bundin saman í miðju. Saumið uppfitjunarkantinn við affellingarkantinn (saumurinn á að vera aftan á slaufunni).

FRÁGANGUR: Saumið nælu eða þræðið snúru í gegnum miðjubandið aftan á slaufunni til að festa slaufuna með.

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL