Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fór í stærsta turn í heimi
Hannyrðahornið 18. september 2018

Fór í stærsta turn í heimi

Andreas Haraldur er nýlega fluttur í Flóahrepp með foreldrum og þremur systrum.  
 
Hann á ættir að rekja til Japans og Þýskalands og langar að heimsækja þessi lönd. Andreas stundar hestamennskuna og er mjög áhugasamur um að rækta hross. 
 
Nafn: Andreas Haraldur Ketel.
 
Aldur: 12 ára.
 
Stjörnumerki: Steingeit.
 
Búseta: Lækjarbakki í Flóa.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, vera með vinum mínum.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ef ég má velja hvaða dýr sem er myndi ég klárlega velja úlfinn. 
Ef það er verið að spyrja um dýr í sveit þá segi ég hundur.
 
Uppáhaldshljómsveit: Á enga uppáhalds­hljómsveit en Khalid er í miklu uppáhaldi núna.
 
Uppáhaldskvikmynd: Rampage.
 
Fyrsta minning þín? Fyrsta minning mín í fljótu bragði var þegar ég var í leikskólanum að Hólum í Hjaltadal að leika mér í stóra skóginum með pabba, mömmu og Kamillu.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og hef mjög gaman af.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór til Dubai og fór meðal annars í Burj Kalifa, stærsta turn í heimi, með fjölskyldunni.
 
Næst » Þar sem Eva Rut skoraði á mig ætla ég að skora á Soffíu Náttsól sem býr í Forsæti 2.
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL