Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fislétt húfa í göngutúrinn
Hannyrðahornið 19. júní 2023

Fislétt húfa í göngutúrinn

Höfundur: Hjördís Þorfinnsdóttir

Þessari er gott að stinga í vasann þegar það verður of heitt í veðri

Húfan Heiða

Stærð: M – L

Efni: Einfaldur Þingborgarlopi 40 gr.

Prjónastærð: Hringprjónn 40 sm langur nr. 3.5 og 5.5

Húfan er prjónuð í hring, garðaprjón, ein umf. slétt og ein brugðin.

Svo er líka hægt að prjóna hana fram og til baka, þá þarf ekki að prjóna brugðnar lykkjur, en í staðinn þarf að sauma hana saman að loknu prjóni.

Húfan:
Fitjið upp 88 lykkjur á prjón nr 3.5. Prjónið 11 sm. Skiptið yfir á prjón nr 5.5 og prjónið u.þ.b. 9-10 sm.

Þá byrjar úrtaka.
Prjónið 9 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Endurtakið út umferðina, alls er tekið úr 8 X á hringnum.

Gott er að merkja þar sem úrtakan er. Takið úr í annarri hverri umf. þar til 16 lykkjur eru eftir á prjóninum, takið þær saman í kollinn og gangið frá endum.

Þvoið húfuna í höndunum við 30 °C með mildu þvottaefni eða sjampói og leggið til þerris.

Skylt efni: húfa

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL