Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Fislétt húfa í göngutúrinn
Hannyrðahornið 19. júní 2023

Fislétt húfa í göngutúrinn

Höfundur: Hjördís Þorfinnsdóttir

Þessari er gott að stinga í vasann þegar það verður of heitt í veðri

Húfan Heiða

Stærð: M – L

Efni: Einfaldur Þingborgarlopi 40 gr.

Prjónastærð: Hringprjónn 40 sm langur nr. 3.5 og 5.5

Húfan er prjónuð í hring, garðaprjón, ein umf. slétt og ein brugðin.

Svo er líka hægt að prjóna hana fram og til baka, þá þarf ekki að prjóna brugðnar lykkjur, en í staðinn þarf að sauma hana saman að loknu prjóni.

Húfan:
Fitjið upp 88 lykkjur á prjón nr 3.5. Prjónið 11 sm. Skiptið yfir á prjón nr 5.5 og prjónið u.þ.b. 9-10 sm.

Þá byrjar úrtaka.
Prjónið 9 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Endurtakið út umferðina, alls er tekið úr 8 X á hringnum.

Gott er að merkja þar sem úrtakan er. Takið úr í annarri hverri umf. þar til 16 lykkjur eru eftir á prjóninum, takið þær saman í kollinn og gangið frá endum.

Þvoið húfuna í höndunum við 30 °C með mildu þvottaefni eða sjampói og leggið til þerris.

Skylt efni: húfa

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...