Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fallegur og hlýlegur kragi
Hannyrðahornið 24. janúar 2023

Fallegur og hlýlegur kragi

Höfundur: Margrét, Þingborg

Þennan fallega kraga má nota við ýmis tækifæri; til þess að halda á sér hita, upp á punt eða jafnvel bæði.

Stærðir: S M-L

Efni og áhöld:

Þingborgarlopi og litað Þingborgarband 70 gr tvöfaldur lopi í aðallit

15 gr tvíband litur 1
12 gr tvíband litur 2
8 gr tvíband litur 3
20 gr tvöfaldur lopi litur 4
2 tölur

Ef notaður er lopi frá Ístex verður að gæta að prjónafestu,ekki er sami grófleiki á honum og á Þingborgarlopanum og bandinu.

Hringprjónar nr 5, 60 og 80 cm langir

Prjónfesta:
15l og 25umf í sléttu prjóni = 10x10cm

Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. Lesið alla uppskriftina áður en byrjað er.

Kraginn:

Fitjið upp á langa prjóninn 176-184 l í lit 1. Prjónið 4 umf brugðnar, eða prjónið þær slétt og snúið svo við svo hin hliðin snúi út. Prjónið mynstur 1 eftir teikningu og takið úr eins og sýnt er. Endið á einni umf í aðallit og takið úr til viðbótar jafnt yfir umferðina svo eftir verði 74-82 l. Prjónið í aðallit mynstur 2 fram og til baka og setjið 2 hnappagöt á annan boðunginn með því að slá upp á prjóninn og prjóna síðan 2 lykkjur saman strax á eftir. Fyrstu 4 og 4 síðustu lykkjurnar eru garðaprjón. Prjónið 8-9 sm og endið á 4 umf sl með lit 1, fellið af frekar laust. Gangið frá öllum endum og setjið tölurnar á hinn boðunginn til móts við hnappagötin.

Þvottur:

Þvoið kragann í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel, kreistið vatnið vel úr og leggið á handklæði til þerris.

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...

Smásjal heklað úr DROPS Air
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Uppskrift að "Happy Laurel Shawl" sjal. Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum s...

Síðar buxur
Hannyrðahornið 29. október 2023

Síðar buxur

Síðar buxur úr einbandi og plötulopa