Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dúnmjúk húfa fyrir veturinn
Hannyrðahornið 12. október 2018

Dúnmjúk húfa fyrir veturinn

Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa prjónuð með garðaprjóni og gatamynstri úr Drops Sky. Uppskrift af kraganum finnur þú á Garnstudio.com.
 
Stærðir: S/M - M/L 
 
Höfuðmál: ca 54/56 - 56/58 cm
 
Garn: Drops Sky (fæst í Handverkskúnst)
50-50 g litur 07, ljóssægrænn
 
Prjónfesta: 21 lykkja á breidd með garðaprjóni = 10 cm.
Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3,5 og 4. Sokkaprjónar nr 4.
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
Úrtaka:
Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).
 
Húfa:
Fitjið upp 102-108 lykkjur á hringprjón 3,5 með Sky. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 3 cm, skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 (= 6 lykkjur) alls 17-18 sinnum hringinn. Í 11. umferð færist umferðin til um 1 lykkju þannig að gatamynstrið gangi jafnt upp. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið stykkið til loka með garðaprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 20-21 cm (nú eru eftir ca 5 cm). Í næstu umferð með sléttum lykkjum er fækkað um 3-0 lykkjur jafnt yfir = 99-108 lykkjur. Setjið nú 9 prjónamerki í stykkið með 11-12 lykkju millibili. Í næstu umferð með sléttum lykkjum er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki (= alls 9 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 10-11 sinnum = 9 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda. Húfan mælist ca 25-26 cm ofan frá og niður.
 
 
 
Prjónakveðja,
Mægðurnar í Handverkskúnst, www.garn.is
 
Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...