Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Dúnmjúk húfa fyrir veturinn
Hannyrðahornið 12. október 2018

Dúnmjúk húfa fyrir veturinn

Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa prjónuð með garðaprjóni og gatamynstri úr Drops Sky. Uppskrift af kraganum finnur þú á Garnstudio.com.
 
Stærðir: S/M - M/L 
 
Höfuðmál: ca 54/56 - 56/58 cm
 
Garn: Drops Sky (fæst í Handverkskúnst)
50-50 g litur 07, ljóssægrænn
 
Prjónfesta: 21 lykkja á breidd með garðaprjóni = 10 cm.
Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3,5 og 4. Sokkaprjónar nr 4.
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
Úrtaka:
Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).
 
Húfa:
Fitjið upp 102-108 lykkjur á hringprjón 3,5 með Sky. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 3 cm, skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 (= 6 lykkjur) alls 17-18 sinnum hringinn. Í 11. umferð færist umferðin til um 1 lykkju þannig að gatamynstrið gangi jafnt upp. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið stykkið til loka með garðaprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 20-21 cm (nú eru eftir ca 5 cm). Í næstu umferð með sléttum lykkjum er fækkað um 3-0 lykkjur jafnt yfir = 99-108 lykkjur. Setjið nú 9 prjónamerki í stykkið með 11-12 lykkju millibili. Í næstu umferð með sléttum lykkjum er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki (= alls 9 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 10-11 sinnum = 9 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda. Húfan mælist ca 25-26 cm ofan frá og niður.
 
 
 
Prjónakveðja,
Mægðurnar í Handverkskúnst, www.garn.is
 
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL