Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Drekaslóð
Hannyrðahornið 27. mars 2017

Drekaslóð

Prjónuð og hekluð sjöl eru alltaf vinsæl en áhuginn hefur aukist til muna eftir að Facebook-hópurinn Svöl sjöl opnaði. Sjöl eru misflókin allt frá garðaprjóni yfir í alls konar blöndur af prjónakúnstum saman í einu sjali. Við birtum hérna eitt fallegt sem hentar byrjendum sem lengra komnum í sjalaprjóni. Garnið í sjalið er á 25% afslætti í mars. 
 
Drekaslóð 
Prjónað DROPS sjal úr Fabel garni með garðaprjóni og blöðum, prjónað frá hlið.
Mál : Um 156 sm meðfram kanti efst og ca 50 sm hátt fyrir miðju.
Garn: DROPS FABEL fæst hjá Handverkskúnst
150 g nr 602, silver fox
50 g nr 111, sinnepsgulur
Drops hringprjónn (60 sm) nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 L x 39 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 sm.
SJAL:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar l. Allar umf eru prjónaðar slétt.
Fitjið upp 168 l á hringprjóna nr 4,5 með sinnepsgulu. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið nú þannig:
UMFERÐ 1: Skiptið yfir í silver fox, prjónið 2 l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, sláið uppá prjóninn og 1 l sl (= 168 l).
UMFERÐ 2: Prjónið allar l slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki komi gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið út umf (= 166 l).
UMFERÐ 4: Prjónið allar l slétt.
Endurtakið umf 1 til 4 3 sinnum til viðbótar = 160 l. 
UMFERÐ 17: Skiptið yfir í sinnepsgult. Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, prjónið 2 l í síðustu l.
UMFERÐ 18: Snúið við og prjónið 3 l til baka. Snúið við og prjónið 2 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 5 l til baka. Snúið við og prjónið 4 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 7 l til baka. Snúið við og prjónið 6 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 9 l. Snúið við og prjónið 8 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 7 l. Snúið við og prjónið 8 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 5 l. Snúið við og prjónið 6 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 3 l. Snúið við og prjónið 4 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 1 l. Snúið við og prjónið 2 l. Snúið við, fellið af fyrstu l á prjóni, prjónið út umf = 158 l í umf. Nú hafa verið prjónaðar 18 umf yfir allar l (á hægri hlið).  Endurtakið síðan umf 1-18. Prjónið svona þar til 8 l eru eftir á prjóni. Prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl, 2 l slétt saman = 6 l. Fellið af.
 
 
Prjónakveðja,  Guðrún María.
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL