Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dansandi snjór
Hannyrðahornið 4. nóvember 2019

Dansandi snjór

Höfundur: Handverkskúnst
Nú fer að kólna og þá er nú gott að hafa hlýja og fallega húfu til að skella á höfuðið. Húfan er fljótprjónuð úr hinu vinsæla Drops Air og Brushed Alpaca Silk. Uppskrift að kraganum getur þú nálgast frítt á netinu hjá Garnstudio.com, mynstur ai-135.
 
Stærðir: S/M (M/L) L/XL.
Höfuðmál:  ca 54/56 (56/58) 58/60 cm.
Garn:
- Drops Air rjómahvítur nr 01: 50 (50) 50 g og notið
- Drops Brushed Alpaca Silk rjómahvítur nr 01: 25 (25) 25 g
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 cm, nr 7 – eða sú stærð sem þarf til að fá 12 lykkjur á breidd í sléttu prjóni með 1 þræði af hvorri tegund = 10 cm. 1 mynstureining A1 = 4 cm á breidd.
 
 
HÚFA: Fitjið upp 48 (52) 56 lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði af Air og 1 þræði af Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Snúið stykkinu og prjónið síðan í hring þannig: Prjónið 1 umferð brugðna. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) alls 10 cm. Festið prjónamerki í síðustu umferð á stroffi, héðan er nú mælt. Prjónið nú mynstur A1 (= 12 (13) 14 mynstureiningar með 4 lykkjum). Eftir útaukningu í fyrstu umferð eru 60 (65) 70 lykkjur í umferð. Þegar A1 hefur verið prjónað til loka á hæðina,eru síðustu 6 umferðirnar á hæðina endurteknar þar til stykkið mælist 15 (16) 17 cm (nú eru eftir ca 6 cm til loka) – stillið af þannig að næsta umferð sem er prjónuð sé síðasta umferð í A.1 Nú er síðasta umferð í A.1 prjónuð og fækkað er um 1 lykkju brugðna í hverri einingu með brugðnum lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman (= 12 (13) 14 lykkjur færri í umferð) = 48 (52) 56 lykkjur. Prjónið síðan A.2 (= 4 lykkjur) yfir hverja mynstureiningu A.1, en passið uppá að síðustu 6 umferðirnar í A.1 hafa verið prjónaðar til loka á hæðina áður en byrjað er með A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 36 (39) 42 lykkjur á prjóninum. Prjónið 0 (1) 0 lykkju slétt, prjónið síðan 2 og 2 lykkjur slétt saman = 18 (20) 21 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 31 (32) 33 cm. Brjótið uppá stroff þannig að það verði uppábrot ca 5 cm. Húfan mælist ca 26 (27) 28 cm með 5 cm uppábroti.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 

5 myndir:

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL