Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www,garn.is

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.

DROPS mynstur: cl-075

Stærð: ca 23 cm á breidd og ca 21 cm á lengd.

Garn: DROPS COTTON LIGHT fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is. 1 tuska er ca 47 g.

Litir á mynd: hvítur nr 02, natur nr 01, ljós beige nr 21, perlugrár nr 31, mintu nr 27.

Prjónar: nr 3 – eða sú stærð sem þarf til að 23 lykkjur með garðaprjóni verði 10 cm á breidd.

Uppskriftin: Tuskan er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 52 lykkjur á prjóna 3 með Cotton Light. Setjið 1 prjóna - merki í hvora hlið innan við 4 lykkjur frá kanti.

UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt.

UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt.

UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 4 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 sléttar lykkjur (prjónið 2 lykkjur í sömu lykkju með því að prjóna í fremri og aftari lykkjubogann) = 2 lykkjur fleiri.

UMFERÐ 4 (= ranga): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni yfir á hægri prjón yfir fyrstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 lykkjur slétt = 2 lykkjur fleiri.

UMFERÐ 5 (= rétta): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni á hægri prjón yfir fremstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur út umferðina.

UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umferð 3 til 6.

Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 21 cm – endið eftir umferð 6, fellið af.

Prjónið aðra tusku alveg eins úr hverjum og einum lit sem eftir er.

Skylt efni: tuskur

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt