Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Barnateppið Baby Diamonds
Hannyrðahornið 5. maí 2020

Barnateppið Baby Diamonds

Höfundur: Handverkskúnst
Barnateppi eru alltaf vinsæl hvort sem er til gjafar eða eigin nota. Þetta fallega teppi er prjónað með gataprjóni. 
 
Stærðir: 47x52 (65x80) cm.
 
Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst): Gráblár nr 23: 200 (300) g
 
Prjónfesta: 20 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.
 
Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm langur nr 4,5.
 
Garðaprjón: (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
 
TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.
 
Uppskrift: Fitjið upp 94 (130) lykkjur á hringprjón nr4,5. Prjónið mynstur þannig: 2 kantlykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, 2 kantlykkjur garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka svona. Í síðustu umferð með sléttum lykkjum frá röngu, fækkið um 1 (5) lykkjur jafnt yfir umferð = 93 (125) lykkjur.
 
Nú er mynstrið prjónað þannig: 2 kantlykkjur garðaprjón, A.2a yfir næstu 9 lykkjur, A.2b yfir næstu 72-104 lykkjur (= 9 (13) mynstureiningar með 8 lykkjum), A.2c yfir næstu 8 lykkjurnar, 2 kantlykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 45 (73) cm – stillið af þannig að endað sé eftir 8. umferð eða 16. umferð í mynsturteikningu.
 
Prjónið nú mynstur þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, 2 kantlykkjur garðaprjón, jafnframt í 3. umferð er aukið út um 1 (5) lykkjur jafnt yfir umferð = 94 (130) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, fellið af með brugðnum lykkjum frá réttu.
 
 
 
Prjónakveðja
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL