Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Barnapeysan Smári
Hannyrðahornið 4. september 2023

Barnapeysan Smári

Höfundur: Þingborg

Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Slettuskjótt (litaður Þingborgarlopi).

Sokkaprjónar 5 mm, hringprjónar 5 mm, 40, og 60 sm langir, heklunál 4 mm, tölur eða rennilás.

Prjónfesta:14 l og 21 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 sm Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring.

Bolur: Fitjið upp 91-97-103-113 l á 40 sm hringprjón. Fitjaðar eru upp 2 aukalykkjur sem svo eru prjónaðar brugðnar upp að hálsmáli. Prjónað slétt uns bolur mælist 22-32 sm. (Mælið viðkomandi og metið bolsídd).

Ermar: Fitjið upp 28-30-32-32 lykkjur á sokkaprjóna, prjónið slétt í hring 6-8 sm. Aukið út um 2 lykkjur, (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju í umf). Endurtakið aukningu 3-3-4-4 x upp ermi, með u.þ.b. 4-5 umferðir á milli þar til 36-38-42-42 lykkjur eru á prjóninum. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 22-32 sm. Mælið handlegg og finnið út rétta ermalengd.

Axlastykki: Sameinið nú bol og ermar á 60 sm hringprjóninn. Setjið 3-3-3-3 síðustu l og 2-2-3-3 fyrstu l af ermum á prjónanælu. Prj 20-22-23-25 l af bol að framan, prjónið fyrri ermina við 31-33-36-36 l, setjið næstu 5-5-6-6- l af bol á hjálparprjón eða nælu. Prjónið næstu 10-43-45-51 l af bol og setjið næstu 5-5-6-6- l á hjálparprjón. Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hina og að síðustu 20-22- 23-25 l af bol. Þá eru 143-153-163-173 l á prjóninum. Prj mynstur eftir teikningu. Notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar og að lokum sokkaprjóna. Þegar mynstri lýkur eru 58-62-66-70 l eftir á prjóninum. Fellið laust af. Gangið vel frá öllum endum og lykkið saman undir höndum.

Listi: Saumið í vél með beinu þéttu spori og samlitum tvinna í brugðningu að framan sitt hvoru megin, sem næst slétta prjóninu. Gott er að sauma tvisvar hvoru megin. Klippið upp á milli saumanna. Snúið réttunni á peysunni að ykkur og byrjið að hekla neðst á hægra framstykki, 1 fl í aðra hverja lykkju með aðallit, hekla 2 fl á hornið þegar kemur að hálsmáli, 1 fl hekluð í fyrstu lykkju í hálsmáli, 1 ll, hoppa yfir 1 lykkju, 1 fl í næstu lykkju, endurtaka út á hornið á vinstra framstykki, 2 fl á hornið, hekla eins niður að framan á vinstra framstykki, 2 fl á hornið að neðan, hekla áfram 1 fl, 1 ll, hoppa yfir 1 lykkju, neðan á peysunni eins og gert var í hálsmáli, tengja saman með kl þegar hrignum er lokað. Hekla 1 ll og heklið síðan 1 fl í hverja fl frá fyrri umferð, hnappagöt eru gerð í þessari umferð þannig: hekla 1 ll og hoppa yfir 1 fl,eins mörg hnappagöt og óskað er, á hægra framstykki á stelpupeysu og vinstra framstykki á strákapeysu, hekla 1 fl, 1 ll, og fl um ll frá fyrri umferð í hálsmáli og að neðan, tengja saman með kl neðst á hægra framstykki, þriðja umferðin er eins og númer tvö nema þar sem eru hnappagöt eru heklaðiar 2 fl um ll frá fyrri umferð.

Heklið eins framan á ermar. Einnig er hægt að hekla takka í hálsmál og að neðan í þriðju umferð, þá er heklað eins á framstykkjum, en í hálsmáli og að neðan heklaðir takkar þannig: 3 ll, 1 fl í þriðju ll frá nálinni, 1 fl um ll frá fyrri umferð. Slítið frá. Gangið frá endum og lykkjið saman undir höndum. Eins má setja rennilás á þessa peysu. heklaðar eru tvær umferðir af fastahekli án hnappagata. Hafið rennilásinn 2-3 sm styttri en boðungur mælist og mælið fyrir rennilásnum eftir þvott. Þræðið rennilásinn á boðungana og saumið svo annað hvort í höndum með þéttu spori eða í saumavél. Passið að mynstur standist á.

Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og kreistið sem mest af vatni úr peysunni. Leggið peysuna á handklæði til þerris.

Skýringar:
sm= sentimetrar
l= lykkjur/lykkja
umf= umferð
fl= fastalykkja
ll= loftlykkja
kl= keðjulykkja

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð