Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Barnapeysan Dís
Hannyrðahornið 10. október 2016

Barnapeysan Dís

Höfundur: Handverkskúnst
Barnapeysan Dís úr Navia, færeyska ullargarninu, yljar gullmolunum nú þegar kólna fer hjá okkur. Stílhrein peysa með einföldu munstri. Navia Duo fæst í 18 fallegum litum, skoðaðu úrvalið á heimasíðunni www.garn.is. 
 
Stærðir:
6 mánaða (1-1½ árs) 2 ára.
Yfirvíddd:
49 (54) 57 sm Lengd: 26 (30) 34 sm.
 Garn: Navia Duo (100% ull/50 g = 180 m): 
• Litur 1: 2 (2) 3 dokkur • 
• Litur 2: 1 (1) 1 dokka 
Prjónar: Hringprjónar 40-60 sm, nr 3 og 4  
Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni á prjóna nr 4 
Annað: 6 tölur 
Bolur: Fitjið upp 119 (131) 143 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið fram og til baka 7 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu, ATH: í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 123 (135) 147 lykkjur. Þegar munstri lýkur er prjónað áfram með lit 1 fram og til baka slétt prjón þar til bolurinn mælist 16 (19) 22 sm. Fellið af fyrir handvegi þannig: Prjónið 27 (30) 33 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 57 (63) 69 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 27 (30) 33 lykkjur. Prjónið bak- og framstykki nú hvert fyrir sig. 
Bak: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg báðu megin í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 11 (12) 13 sm. Geymið stykkið.  
Framstykki: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 6 (6,5) 7 sm. Fellið af 5, 2, 1 (5, 2, 1, 1) 5, 2, 2, 1 lykkju við hálsmál í annarri hverri umferð = 13 (15) 17 lykkjur á prjóninum. Prjónið þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Leggið fram- og bakstykki saman, rétta á móti réttu. Prjónið lykkjurnar/axlirnar saman og fellið af um leið. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað.   
Ermar: Fitjið upp 32 (34) 36 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið stroff fram og til baka eins og á bol. Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu en í fyrstu umferð er aukið út í 43 (45) 47 lykkjur, jafnt yfir umferðina. Þegar munstri lýkur er haldið áfram að prjóna með lit 1 og aukið út í upphafi og enda hvers prjóns um 1 lykkju í 4. hverri umferð, alls 3 (5) 6 sinnum, síðan í 10. hverri umferð alls 2 (3) 4 sinnum. Þegar ermin mælist 17 (20) 23 sm, eru felldar af 3 lykkjur sitt hvoru megin á erminni fyrir handvegi og ermakúpull prjónaður.  
Ermakúpull: Haldið áfram að prjóna slétt prjón fram og til baka en fellið af 1 lykkju í upphafi hvers prjóns þar til 7 (9) 11 lykkjur eru eftir. Fellið af.  
Frágangur: Saumið ermar saman og saumið þær í.  
Hægri listi: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3; 48 (57) 64 lykkjur frá réttunni á hægra framstykki. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð eru prjónuð 5 hnappagöt með jöfnu millibili þannig: Byrjið neðan frá; prjónið 4 lykkjur stroff, *1 hnappagat, 8 (9) 10 lykkjur stroff* Endurtakið frá *-* alls 5 sinnum og endið á 4 lykkjur stroff. (6. Hnappagatið er prjónað í hálsmáli) Hnappagat: Sláið uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fellið laust af.  
Vinstri listi: Prjónið eins og hægri lista en án hnappagata.  
Hálsmál: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3, 65 (71) 75 lykkjur. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð er prjónað hnappagat á hægri hlið þannig: prjónið 3 lykkjur stroff, hnappagat, prjónið stroff út umferðina. Fellið af.  
Frágangur: Gangið frá endum og saumið tölur í peysuna. Þvoið flíkina úr Navia ullarsápu og leggið til þerris í rétt mál.   
Hönnun: Beinta Johannessen. Þýtt með leyfi Navia af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur
 
Prjónakveðja,
Mægðurnar í Handverkskúnst
Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
 
?
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL