Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ástarvettlingar
Hannyrðahornið 7. desember 2020

Ástarvettlingar

Höfundur: Handverkskúnst

Prjónaðir ástarvettlingar og lúffur fyrir dömur og herra úr DROPS Eskimo. Stykkið er prjónað með mynstri með hjörtum. 

DROPS Design: Mynstur nr EE-292 og nr EE-293

LÚFFA:

Stærð: S (M/L)

Garn: DROPS ESKIMO (fæst í Handverkskúnst)

   - Rauður nr 08: 150 (150) g

   - Rjómahvítur nr 01: 50 (50) g

ÁSTARVETTLINGAR:

Stærð: S (M/L)

Garn: DROPS ESKIMO (fæst í Handverkskúnst)

   - Rauður nr 08: 150 (150) g

   - Rjómahvítur nr 01: 50 (50) g

Prjónar: Sokkaprjónar nr 7 (stærð S) eða nr 8 (stærð M/L) – eða þá stærð sem þarf til að 12L og 16 umf í sléttu prjóni (stærð S) eða 11L og 15 umf í sléttu prjóni (stærð M/L) verði 10x10 cm.

Sokkaprjónar nr 6 (stærð  S) eða nr 7 (stærð M/L) – fyrir stroff.

Úrtaka: Byrjið úrtöku 1 lykkju áður en komið er að merki í hvorri hlið: Setjið 1L á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið 1L óprj, setjið lykkju af hjálparprjóni aftur á vinstri prjón, prjónið 2L slétt saman, lyftið óprj lykkjunni yfir = fækkað um 2L. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið vettlings = fækkað um 4L í umferð.

Ástarvettlingur:

Stærð S er prjónuð á sokkaprjóna nr 6 og 7.

Stærð M/L er prjónuð á sokkaprjóna nr 7 og 8.

Stroff á vettlingum er prjónað hvort fyrir sig. Síðan er lúffan/vettlingurinn settur saman og prjónaður áfram sem eitt stykki. Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.

Fitjið upp 21L á sokkaprjóna nr 6 eða 7 með rauðu. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan stroff 1 sl/2 br. Þegar stykkið mælist 8 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 9L jafnt yfir (aukið er út með því að slá uppá prjóninn eftir ca aðra og 3. hverja lykkju) = 30L.

Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann til þess að koma í veg fyrir göt). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 eða 8. Prjónið M.1 yfir allar lykkjur.  Prjónið nú 1 umf með rauðu JAFNFRAMT er síðasta lykkja felld af = 29L. Setjið allar lykkjur á þráð. Prjónið 1 stroff fyrir lúffu alveg eins.

Setjið stroffin saman á sokkaprjóna nr 7 til 8. Prjónið 1 umf sl yfir allar lykkjur = 58L.

Setjið eitt prjónamerki í 29. lykkju og síðustu lykkju í umf (= miðja að framan og miðja að aftan). Haldið áfram í sléttu prjóni, JAFNFRAMT í síðustu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við prjónamerkin – SJÁ ÚRTAKA Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 5 sinnum = 38L. Prjónið 1 umf án þess að fækka lykkjum. Setjið 2 ný prjónamerki í stykkið, í 10. og í 29. lykkju talið frá miðju að framan (= í hvora hlið). Í næstu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við nýju prjónamerkin – SJÁ ÚRTAKA Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 8 sinnum = 6L eftir.

Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að. Festið vel.

Frágangur: Saumið saman lykkjurnar yst efst á strofii.

Lúffa/ur

Stærð S er prjónuð á sokkaprjóna nr 6 og 7.

Stærð M/L er prjónuð á sokkaprjóna nr 7 og 8.

Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 21L á sokkaprjóna nr 6 til 7 með rauðu. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan stroff 1L sl/2L br. Þegar stykkið mælist 8 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 3L jafnt yfir (aukið er út með því að slá uppá prjóninn eftir 7. hverja l. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann til þess að koma í veg fyrir göt) = 24L. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 til 8. Prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í 9. lykkju. Þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram með rauðu þar til stykkið mælist 14 cm. Aukið nú út með því að slá uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki fyrir þumal. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. Endurtakið útaukningu í næstu umf = 5L fyrir þumal. Prjónið 2 (3) umf án útaukninga. Setjið síðan 5 þumallykkjur á þráð. Fitjið upp 1 nýja L fyrir aftan L á þræði = 24L. Setjið tvö prjónamerki í stykkið, í 1. og í 13. lykkju (= hliðar).

Haldið áfram í sléttu  prjóni. Þegar stykkið mælist 24 (26) cm er fækkið lykkjum hvoru megin við l með prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hverri umf alls 5 sinnum = 4L eftir.

Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að. Festið vel.

ÞUMALL:

Setjið 5 þumallykkjur aftur til baka á sokkaprjóna nr 7-8. Prjónið upp 5L aftan við þumal = 10L. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni þar til þumallinn mælist 5 (6) cm. Setjið tvö prjónamerki í þumalinn, í 1. og í 6. L (= hliðar). Í næstu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við lykkjur með prjónamerki. Endurtakið úrtöku í næstu umf = 2L eftir.

Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel.

HÆGRI VETTLINGUR:

Fitjið upp og prjónið eins og vinstri vettlingur, nema spegilmynd. Setjið prjónamerki í 4.L fyrir útaukningu á þumli.

Hekluð snúra (einungis fyrir lúffur):

Heklið 120 cm langa snúru með ll með 2 þráðum af rauður á heklunál nr 10. Snúran er saumuð föst að innanverðu á hvora lúffu við hlið á þumli.

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL