Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár
Gamalt og gott 23. mars 2022

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár

Í lok marsmánaðar fyrir tíu árum var sagt frá því á forsíðu Bændablaðsins að vorverkin væru hafin í Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið á bænum Ytri-Tjörnum.

Haft var eftir Benjamín Baldurssyni, bóndanum á bænum, að ríkjandi sunnanáttir allan marsmánuð með mildri veðráttu hafi leitt til þess að jörð væri klakalaus og því ekki eftir neinu að bíða með að hefja vorverkin. 

Hann sagði að þetta væri um mánuði fyrr en undanfarandi ár og mjög sjaldgæft að jörð sé orðin þíð svo snemma vors. „Þetta er að sjálfsögðu afar mikilvægt fyrir alla ræktun og þá sérstaklega kornræktina. Moldin er orðin ótrúlega þurr og því allt útlit fyrir að sáning geti farið fram með allra fyrsta móti í ár, þótt eflaust eigi eftir að koma einhver hret.

Farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig, svo sem álftir, grágæsir og skógarþrestir. Þá hefur gráhegri einnig sést hér af og til síðustu daga en þeir eru frekar sjaldgæfir flækingar hér um slóðir,“ sagði Benjamín.

Hvar er myndin tekin?
Gamalt og gott 29. september 2025

Hvar er myndin tekin?

Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að...

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...