Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Starfsleyfi álvers í Hvalfirði til umræðu
Gamalt og gott 12. maí 2020

Starfsleyfi álvers í Hvalfirði til umræðu

Á baksíðu Bændablaðsins 21. janúar 1997 er sagt frá kynningarfundi að Heiðarborg í Leirársveit, þar sem fjallað var um starfsleyfi fyrir álver Columbia á Grundartanga í Hvalfirði.

Í fréttinni kemur fram að mikið hafi verið spurt um fyrirhugað álver og var ljóst af fundarmönnum að íbúarnir á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af starfseminni, en þær snérust fyrst og fremst um áhrif efnamengunar á landbúnað og ferðamennsku – og ekki síst ímynd Íslands.

Á myndinni er Reynir Ásgeirsson, Svarfhóli í Svínadal, en hann var einn fjölmargra sem tóku til máls á fundinum. Reynir sagði áformin tilræði við framtíð íslenskra barna og afkomenda þeirra. Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli beindi meðal annars máli sínu til aðstofaðarforstjóra Columbia, sem sat fundinn. „Það gleði í huga okkar vegna nærveru þinnar en sorg í hjarta vegna fyrirætlana þinna. Þær ógna umhverfi okkar og lýta landið okkar.“

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði á fundinum að tryggt væri að tekið yrði á mengunarvarnarmálum í samræmi við lög og reglur og gerðar ströngustu kröfur.

Í fréttinni kom fram að í undirbúningi væri stofnun umhverfissamtaka sem væri ætlað að berjast gegn álverksmiðju í Hvalfirði. Í hópi forsvarsmanna þar væri Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjós, og Halldór Jónsson, læknir á Móum í Innri-Akraneshreppi.

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá