Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigmundur trúði á betri tíð í loðdýrabúskapnum
Gamalt og gott 29. apríl 2016

Sigmundur trúði á betri tíð í loðdýrabúskapnum

Fyrir tíu árum, þann 2. maí 2006, sagði Sigmundur Sigurðsson í Héraðsdal í Skagafirði að hann tryði á betri tíð í loðdýrabúskapnum. „Ég tók grunninn að þessu nýja húsi í fyrrahaust og lauk við að steypa sökkulinn og fylla inn í hann. Svo reikna ég með að fara í gang aftur nú í byrjun maí. Þá fer ég að sjóða saman stálbitana og reisa húsið. Það er 3.400 fermetrar að stærð þannig að þetta tekur sinn tíma en ég þarf helst að geta tekið hluta af því í notkun í júlí því ég setti talsvert mikið á af dýrum í fyrrahaust og vantar því pláss þegar hvolparnir fara að stækka.“

„Loðdýrabúið rekur Sigmundur nú undir nafninu Quality á Íslandi ehf. Sigmundur byrjaði í loðdýrarækt árið 1982 og þekkir þessa búgrein orðið nokkuð vel. Hann er í dag með um 3.000 minkalæður og 400 refalæður á búinu, en býst við að hætta með refinn og snúa sér alfarið að minknum í haust. Ástæðan er sú að það er alltaf tap á refnum, að hans sögn,“ sagði í umfjöllun Bændablaðsins.

Hvar er myndin tekin?
Gamalt og gott 29. september 2025

Hvar er myndin tekin?

Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að...

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...