Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikill áhugi bænda á dkBúbót í ársbyrjun 2003
Gamalt og gott 9. mars 2020

Mikill áhugi bænda á dkBúbót í ársbyrjun 2003

Í byrjun árs 2003 bárust þær fréttir á forsíðu Bændablaðsins að bændur væru áhugasamir um nýtt bókhalds- og upplýsingakerfi sem héti dkBúbót.

Í fréttinni kemur fram að kerfið hefði einungis verið í sölu í rúma níu mánuði en þá þegar búið að selja vel á sjötta hundrað eintök.

„Aðsókn á grunnnámskeið í notkun forritsins hefur verið gríðarmikil en á næstu mánuðum verða haldin framhaldsnámskeið í öllum héruðum landsins. Þar verður m.a. farið í uppfjör og skattframtöl,“ segir í fréttinni.

Haft er eftir Gunnar Guðmundsson, forstöðumanni ráðgjafarsviðs BÍ, að viðtökur bænda væru langt umfram  væntingar og þær gæfu vissulega tilefni til að fylgja verkefninu vel eftir. „Á námskeiðunum er jöfnum höndum lögð áhersla á kennslu í grunnþáttum tvíhliða bókhalds, en það teljum við afar þýðingamikið, og hagnýtingu þess sem stjórntækis í búrekstrinum. Einnig er farið yfir helstu vinnuþætti nýja bókhaldskerfisins. Í áframhaldandi þróun á dkBúbót munum við leggja áherslu á aðlögun þess við sérþarfir einstakra búgreina. Átak verður gert í að samræma og bæta lyklun og færslur. Slík samræming er mikilvæg upp á rekstrarsamanburð og hagrannsóknir sem við þurfum vissulega að efla í okkar búrekstri,“ sagði Gunnar.

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi