Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hvað varð um rifna kindakjötið?
Gamalt og gott 27. júlí 2016

Hvað varð um rifna kindakjötið?

Á forsíðunni 11. júlí árið 2000 er mynd skartað frá Landsmóti hestamanna í Víðidal, sem þá var nýafstaðið. Aðalumfjöllunarefni forsíðunnar er hins vegar verðmætaaukning landbúnaðarafurða - og einkum sauðfjárafurða. 

Þannig er rætt við Örn Bergsson, þáverandi stjórnarmann í Bændasamtökum Íslands, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að brýnt sé að koma á fót útflutningsmiðstöð landbúnaðarins. Ástæðulaust sé að framleiðendur séu að keppa sín á milli og selja á sömu markaðina. Það hafi leitt til þess að verð á kindakjöti hafi lækkað um 30 kr/kg. 

Þá er einnig á þessari forsíðu sagt frá vöruþróun úr kindakjöti sem Matvælarannsóknir Keldnaholts og Sláturfélag Suðurlands áttu í samstarfi um. Um rifið kindakjöt var að ræða (shredded meat), en í fréttinni kom fram að kindakjöt væri talið henta vel í þessa framleiðslu vegna þess hversu bragðmikið það sé.

Er þess getið að slíkar vörur njóti mikilla vinsælda erlendis, einkum meðal ungs fólks. Framleiðsla á rifnu kjöti byggist á því að soðið kjöt er sundurgreint í bein, sinar, fitu og vöðvaþræði. „Vöðvaþræðirnir eru notaðir sem grunnhráefni, sósu blandað saman við þá og þá er varan tilbúin. Þessi framleiðsla er notuð sem fylling í brauð, svo sem hamborgara-, pítu- eða samlokubrauð.“

Í fréttinni kemur fram að sumarið 2000 var aðeins boðið upp á rifið kjöt á tveimur veitingastöðum í Reykjavík og á hvorugum þeirra var hráefnið kindakjöt.

Lesa má þetta tölublað Bændablaðsins á vefnum timarit.is:

13. tbl. 2000

 

Hvar er myndin tekin?
Gamalt og gott 29. september 2025

Hvar er myndin tekin?

Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að...

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...