Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hækkanir á aðföngum og kjaramál voru til umræðu á Búnaðarþingi fyrir tíu árum
Gamalt og gott 27. febrúar 2018

Hækkanir á aðföngum og kjaramál voru til umræðu á Búnaðarþingi fyrir tíu árum

Í 5. tölublaði 11. mars árið 2008 var á forsíðu fjallað um Búnaðarþing, sem þá var nýafstaðið.

Í umfjöllun um þingið kom fram að umræður hefðu að verulegu leyti snúist um þær hækkanir sem orðið höfðu  á aðföngum til landbúnaðarins og viðbrögð við þeim.

Við umræðuna um þessar hækkanir blönduðust umræður um kjaramál og ályktaði þingið um að afurðaverð til bænda yrði að hækka:

Eins og Bændasamtök Íslands hafa bent á síðustu mánuði hefur rekstrarkostnaður í landbúnaði hækkað verulega um heim allan. Hliðstæð þróun blasir við hér og rekstrarútgjöld íslenskra bænda hafa á síðustu vikum og mánuðum hækkað meira en áður hefur þekkst. Þessar hækkanir eru að mestu leyti hluti af alþjóðlegri þróun sem nú leiðir hvarvetna til hækkandi matvælaverðs. Sem dæmi má nefna gríðarlegar hækkanir á fóðurverði, sáðvörum, olíu og ekki síst á áburð- arverði sem hefur hækkað sem næst 80%. Þá hefur orðið óheyrileg hækkun á fjármagnskostnaði sem á sér bæði uppruna í alvarlegu ástandi á fjármálamörkuðum heimsins og stöðu efnahagsmála á Íslandi. Afleiðingar þessara hækkana eru þær að rekstrarforsendur í íslenskum landbúnaði eru brostnar að óbreyttu afurðaverði. Þessi staða er ekki aðeins alvarleg fyrir bændur, heldur ógnar hún einnig aðgengi íslenskra neytenda að gæðamatvælum á sanngjörnu verði. Framtíð íslensks landbúnaðar og þar með mataröryggi þjóðarinnar, er undir því komið að bændur standi af sér núverandi þrengingar. Við þessar aðstæður leggur Búnaðarþing 2008 áherslu á að afurðaverð til bænda verður að hækka í samræmi við aukinn tilkostnað. Að öðru leyti leggur þingið áherslu á eftirfarandi: 1. Tollar á innfluttar landbúnaðarvörur verði ekki lækkaðir. 2. Samkvæmt gildandi lögum fellur útflutningsskylda kindakjöts niður 1. júní 2009. Lögð er áhersla á að núverandi skipan haldist og að útflutningsskyldunni verði beitt áfram. 3. Til að draga úr áhrifum gríð- arlegrar hækkunar á áburð- arverði, leggi ríkissjóður fram fjármagn til að mæta þessum kostnaðarauka árið 2008 og stuðli þannig að lægra verði til neytenda. 4. Gjöld á innfluttar fóðurblöndur verði felld niður. 5. Beita þarf áfram öllum tiltækum faglegum leiðum til að lækka framleiðslukostnað íslenskra búvara,“ sagði í ályktun þingsins.  

Hægt er að sjá nánari umfjöllun blaðsins um Búnaðarþing 2008 á blaðsíðum 2 og 4–12 á vefnum Timarit.is.

Hvar er myndin tekin?
Gamalt og gott 29. september 2025

Hvar er myndin tekin?

Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að...

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...