Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir rekur matarferðaþjónustu og fer með ferðamenn í heimsókn til bænda.
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir rekur matarferðaþjónustu og fer með ferðamenn í heimsókn til bænda.
Mynd / Crisscross
Líf&Starf 5. júní 2019

Bændaheimsóknirnar vinsælastar

Höfundur: smh
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir stofnaði matarferðaþjónustuna Crisscross árið 2016. Þar einbeitir hún sér að því að setja saman ferðir fyrir erlent ferðafólk þar sem markmiðið er að kynna íslensk matvæli fyrir því á leiðum þeirra um landið, með til dæmis heimsóknum til bænda.
 
Hún er áður kunn af því að hafa búið til og framleitt drykkinn Íslandus, sem er blanda mysu, berjasafa og íslenskra jurta. Það vörumerki seldi hún Rjómabúinu Erpsstöðum á síðasta ári.
 
Nytjaplöntur Íslands
 
„Í júní ætla ég að bjóða upp á nýjung; auglýsa nýja gönguferð þar sem megináhersla er á að kynna villtar íslenskar nytjaplöntur. Jóhanna B. Magnúsdóttir á Dalsá í Mosfellsdal mun leiða þær göngur og fræða ferðafólkið um hvernig jurtirnar sem fólk sér á göngu sinni hafa verið nýttar. Ég sé það fyrir mér að við getum boðið upp á þessar gönguferðir alveg fram í september þar sem við erum með margar tegundir nytjaplantna sem vaxa á mismunandi tíma. Þetta geta verið hundasúrur, blóðberg, ætihvönn, túnfíflar, vallhumall, mjaðjurt, ber og fleira. Þetta eru þá bæði lækningajurtir og jurtir sem hafa verið nýttar til matar og drykkjar. Þessar stuttu gönguferðir geta verið spennandi jafnt fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. 
 
Meiningin er að það sé genginn stuttur hringur um Mosfellsdalinn sem býður upp á mikla náttúrufegurð, friðsæld og fjölbreyttan gróður, rétt utan borgarmarkanna,“ segir Sigríður.
 
„Jurtirnar eru tíndar á leiðinni og svo endar gönguferðin á Dalsá hjá Jóhönnu, en hún er sjálf með lífræna grænmetisræktun. Þar verður uppskeran úr göngunni nýtt til tegerðar og ef til vill til að búa til einfalda smárétti með. Það er gert ráð fyrir um þremur tímum í þessar gönguferðir þannig að það sé komið að Dalsá í kringum klukkan tólf á hádegi.“
 
Bændaheimsóknirnar vinsælastar
 
Að sögn Sigríðar eru bænda­heimsóknirnar, Food and farm, vinsælustu ferðirnar sem hún býður upp á. „Meðal áningarstaða í þessum ferðum hafa verið Bjarteyjarsandur í Hvalfirði, Háafell í Borgarfirði og Erpsstaðir í Dölum. Í þessum ferðum reynum við að fara um svæði sem fáir þekkja eða gefa gaum. Í þessum ferðum förum við gjarnan með matarhandverk með okkur í nesti sem við borðum á leiðinni við einhverja áhugaverða staði. Í Hvalfirði til að mynda er tilvalið að stoppa við Fossá eða í Brynjudal, en í þeim ferðum förum við einnig á Bjarteyjarsand þar sem bændurnir bjóða upp á eigin matvælaframleiðslu á eigin veitingastað. Þau hafa frá mörgu að segja um búskapinn og við sjáum að þetta gefur ferðafólki heilmikið, sem býr til dæmis í einhverjum af stórborgum Bandaríkjanna.
 
Það sem hefur verið hvað ánægjulegast að sjá í þessum ferðum er hvað ferðafólkið er almennt ánægt með matinn; hreinleikann og bragðgæðin sem íslensk matvæli búa yfir.“
 
Mataráhugafólk í meirihluta
 
Flestir viðskiptavina Crisscross hafa, að sögn Sigríðar, sérstakan áhuga á mat og matvælaframleiðslu. „Við fáum líka bændur, áhugafólk um landbúnað, náttúruunnendur og fólk sem hefur áhuga á að komast í persónuleg samskipti við Íslendinga. Hóparnir eru alltaf frekar fámennir til að hægt sé að sinna fólkinu betur. 
 
Slow Food-hugsjónin 
 
Það má segja að við störfum í anda Slow Food-hugmyndafræðinnar. Þeir bæir sem við erum í samstarfi við hafa allir tekið þátt í starfi Slow Food á Íslandi. Þetta eru smá fjölskyldubú sem leitast eftir því að nýta eigin afurðir í bland við afurðir náttúrunnar í nærumhverfinu til heimavinnslu matvæla. 
 
Við höfum einnig haft Dóru Svavarsdóttur, matreiðslumeistara og eiganda Culina, með okkur í liði en hún er stjórnarmaður í Slow Food Reykjavík. Hún hefur frætt okkar gesti um íslenskar matarhefðir og komið að matreiðslu fyrir hópana við ákveðin tilefni. 
 
Okkar ferðaþjónustu er kannski best lýst með slow travel, þar sem hugsað er um að njóta ferða­lagsins í rólegheitum – dvelja í augnablikinu,“ segir Sigríður. 
Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun