Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
„Hræsni“ í rökum talsmanna um óheftan innflutning
Fréttir 8. desember 2016

„Hræsni“ í rökum talsmanna um óheftan innflutning

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun telur litlar líkur á að fuglaflensan berist hingað til lands. Þar ræður árstíminn og strangar reglur um innflutning á lifandi fuglum þyngst. Málið er samt áhugavert í öðru samhengi.

Í ljósi þess að hugsanlega megi eiga von á fuglaflensufaraldri í nágrannalöndum okkar er áhugavert að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fyrir skömmu dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrirtæki skaðabætur vegna hindrana á innflutningi á fersku kjöti.

Fagna dómsniðurstöðu

Samtök verslunar og þjónustu hafa í tilkynningu fagnað niðurstöðu dómsins enda sé það staðföst trú þeirra að núverandi innflutningsbann á fersku kjöti frá aðildarríkjum EES-samningsins gangi gegn ákvæðum samningsins og samningsskuldbindingum íslenska ríkisins líkt og ESA og EFTA-dómstóllinn.

Þess er krafist að innflutningur á fersku kjöti, sem unninn er í samræmi við samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöf.

EFTA-dómstóllinn hafði áður dæmt að þessar hindranir samræmdust ekki EES-samningnum.

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lýst því yfir að Alþingi eigi að koma tafarlaust saman og aflétta öllum höftum á innflutningi á hráu kjöti til landsins.

Hræsni í rökum talsmanna um óheftan innflutning

Úrskurður héraðsdóms kom sama dag og helgaður var aukinni vitund heilbrigðisstarfsmanna um sýklalyfjaónæmi  af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Vilhjálmur Ari Arason, sérfræðingur í sýklalyfjanotkun barna og útbreiðslusýklaónæmra baktería, sagði í samtalið við Bændablaðið fyrr á þessu ári: „Að mínu mati felst mikil hræsni í því þegar menn tala á móti þeim aðferðum sem við höfum til að halda hættu á sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería niðri og vísa í máli sínu til hags neytenda. Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisstafsfólks sem glöggt þekkja til málsins. Sumir nefna að við komumst auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En þar borðum við yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur jafnóðum. Þótt vissulega sé hætta í einhverjum tilvikum á að bakteríurnar berist með okkur eða erlendu ferðafólki til landsins.

Hrátt kjöt getur hins vegar borið mikið magn baktería á yfirborði sínu sem auðveldlega getur borist í líkamsflóruna okkar úr því.“

Erum að taka rosalega áhættu

„Samkvæmt lýðheilsu­sjónar­miðum erum við að minnsta kosti að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjöti sem gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum eins og svokölluðum klasakokkum sem varla finnast ennþá hér á landi,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason.

Skylt efni: fuglaflensa | innflutningur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...