Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Græn þök eru framtíðin“
Mynd / Brooklyn Grange
Fréttir 28. júní 2018

„Græn þök eru framtíðin“

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Frumkvöðlarnir Ben Flanner og Anastasia Cole Plakias hófu vinnu við stærsta jarðvegsbændabýlið á þaki árið 2010 í New York sem kallast Brooklyn Grange. Síðan hefur reksturinn einungis farið upp á við og virðist sem íbúar stórborgarinnar séu hæstánægðir með að geta keypt sér ferskt grænmeti og kryddjurtir sem ræktað er á þökum háhýsa í borginni. 
 
Það var sex daga vinna að hífa upp moldina á fyrsta þakið og eftir að hafa komið niður nokkrum tómatplöntum og mismunandi grasyrkjum var fyrsti vísir að þakgarðyrkjubýlinu í stórborginni orðinn að veruleika. 
 
„Þegar við byrjuðum með þessa hugmynd að framleiða mat á ónýttum svæðum uppi á þökum í New York var markmið okkar að skapa sjálfbært líkan fyrir landbúnað í þéttbýli og að framleiða hollt og girnilegt grænmeti fyrir svæðið hér í kringum okkur ásamt því að gera vistkerfinu nokkra greiða í leiðinni. Það sem hefur einnig alltaf verið mikilvægt í mínum huga er að afhenda ferska vöru,“ segir Ben Flanner, hugmyndasmiður og annar stofnenda Brooklyn Grange. 
 
Miklu meira en „þakgróðurhús“
 
Fyrir Ben virkaði það sem sjálfsagður hlutur að nýta sólarorkuna sem til fellur á þökum háhýsa í New York.
 
„Núna framleiðum við á tveimur hekturum í Brooklyn- og Queens-hverfunum og höfum selt um 250 tonn af grænmeti frá byrjun til veitingastaða og beint til neytenda í gegnum bændabása sem settir eru upp hér í nágrenninu í hverri viku,“ segir Ben og bætir við:
 
„Ásamt þessu höfum við útvíkkað upprunalegu hugmyndina og erum nú einnig með varphænsni og höldum hunangsflugur. Einnig tökum við á móti skólahópum í samvinnu við City Growers og höfum jafnframt haldið fræðslu fyrir fullorðna. Það er mikið líf allan daginn á þökunum okkar því á meðan við erum að uppskera yfir daginn getur á sama tíma verið vinnustaður í heimsókn að fræðast um reksturinn og á kvöldin breytumst við í rómantískan viðburðastað fyrir jógatíma, matarpartí og brúðkaup sem dæmi.“
Von, jákvæðni og áskoranir
 
Það er þó ekki einungis dans á rósum að framleiða grænmeti á þökum og hefur starfsfólk Brooklyn Grange mætt ýmsum áskorunum.
 
„Vindurinn er mikil áskorun fyrir okkur. Við notum mikið af skýlum til að hindra rof, sérstaklega á veturna, og reynum að rækta hærri plöntur eins og sólblóm til að stöðva vindinn. Þetta einstaka umhverfi sem við ræktum við hefur einnig sína kosti því við hjálpum borginni við að stjórna stormvatnsrennsli og drögum úr áhrifum af þéttbýlishitun. Á sama tíma erum við einnig kennslurannsóknarstofa, ekki eingöngu fyrir nemendur sem hingað koma heldur einnig fyrir alla gesti sem kíkja í heimsókn, jafnt ungir sem aldnir,“ útskýrir Anastasia.
 
„Brooklyn Grange er ekki eingöngu arðbær framleiðsla á þökum heldur eru þetta staðir fyrir samfélagið þar sem fólk getur komið saman og tekið þátt í matvælaframleiðslu og landbúnaði á jákvæðan og þroskandi hátt. Það verður sífellt algengara að fólk í þéttbýli verður afhuga matvælaframleiðslukerfum og þá fyllumst við máttleysi yfir að breyta þeim. Þannig finnum við að þessi hugmynd skapar von og  jákvæðni hjá okkar gestum. Íbúar í New York eru smátt og smátt að uppgötva það að þeir þurfa ekki að segja skilið við tengsl sín við náttúruna þó að þeir búi í einni stærstu borg í heiminum. Ég hef trú á því að „græn“ þök séu framtíðin.“ 

4 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...