Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður fyrir skógrækt í landinu
Fréttir 12. apríl 2018

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður fyrir skógrækt í landinu

Höfundur: PH / HKr.
Ungir Íslendingar eru jákvæðastir fyrir skógrækt og 55 ára og eldri telja skógrækt mikilvægasta fyrir kolefnisbindingu.
 
Ný könnun sem Gallup hefur gert fyrir Skógræktina, Skógræktarfélag Íslands og Landssamtök skógareigenda sýnir mjög jákvætt viðhorf landsmanna til skógræktar. Langflestir Íslendingar telja að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið og telja mikilvægt að binda kolefni með skógrækt. 
 
Könnunin var lögð fyrir dagana 8.–21. mars. Í úrtakinu voru 1.450 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 814 manns spurningunum tveimur og var svarhlutfallið 56,1%. 
 
Spurt var annars vegar hvort fólk teldi skóga hafa almennt jákvæð eða neikvæð áhrif fyrir landið og hins vegar hversu mikilvægt fólk teldi að binda kolefni í skógum.
 
 
Unga fólkið jákvæðast
 
Jákvæðust áhrif á landið mælast meðal ungra Íslendinga á aldrinum 18–34 ára. Nærri þrír af hverjum fjórum þeirra telja skógrækt hafa mjög jákvæð áhrif á landið og enginn á því aldursbili telur áhrifin neikvæð. Mikilvægi kolefnisbindingar mælist hins vegar mest meðal fólks 55 ára og eldra. Ríflega níu af hverjum tíu þeirra telja það mikilvæga aðgerð.
 
Spurningarnar sem spurt var nú voru samhljóða tveimur spurningum í viðameiri könnun um viðhorf til skógræktar sem gerð var árið 2004. Þegar þessar tvær kannanir eru bornar saman kemur í ljós að stuðningur við skógrækt í landinu er svipaður og var 2004. Þó vekur athygli að þeim sem voru neikvæðir 2004 fækkar marktækt þegar spurt er um kolefnisbindingu með skógrækt. 
 
Ef marka má þessa könnun er því vaxandi stuðningur meðal landsmanna við þá leið að rækta skóg til að binda kolefni og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jafnframt telja Íslendingar sem fyrr að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið. 
 
– Nánar er fjallað um könnunina á bls. 18 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: Skógrækt

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...