Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður fyrir skógrækt í landinu
Fréttir 12. apríl 2018

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður fyrir skógrækt í landinu

Höfundur: PH / HKr.
Ungir Íslendingar eru jákvæðastir fyrir skógrækt og 55 ára og eldri telja skógrækt mikilvægasta fyrir kolefnisbindingu.
 
Ný könnun sem Gallup hefur gert fyrir Skógræktina, Skógræktarfélag Íslands og Landssamtök skógareigenda sýnir mjög jákvætt viðhorf landsmanna til skógræktar. Langflestir Íslendingar telja að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið og telja mikilvægt að binda kolefni með skógrækt. 
 
Könnunin var lögð fyrir dagana 8.–21. mars. Í úrtakinu voru 1.450 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 814 manns spurningunum tveimur og var svarhlutfallið 56,1%. 
 
Spurt var annars vegar hvort fólk teldi skóga hafa almennt jákvæð eða neikvæð áhrif fyrir landið og hins vegar hversu mikilvægt fólk teldi að binda kolefni í skógum.
 
 
Unga fólkið jákvæðast
 
Jákvæðust áhrif á landið mælast meðal ungra Íslendinga á aldrinum 18–34 ára. Nærri þrír af hverjum fjórum þeirra telja skógrækt hafa mjög jákvæð áhrif á landið og enginn á því aldursbili telur áhrifin neikvæð. Mikilvægi kolefnisbindingar mælist hins vegar mest meðal fólks 55 ára og eldra. Ríflega níu af hverjum tíu þeirra telja það mikilvæga aðgerð.
 
Spurningarnar sem spurt var nú voru samhljóða tveimur spurningum í viðameiri könnun um viðhorf til skógræktar sem gerð var árið 2004. Þegar þessar tvær kannanir eru bornar saman kemur í ljós að stuðningur við skógrækt í landinu er svipaður og var 2004. Þó vekur athygli að þeim sem voru neikvæðir 2004 fækkar marktækt þegar spurt er um kolefnisbindingu með skógrækt. 
 
Ef marka má þessa könnun er því vaxandi stuðningur meðal landsmanna við þá leið að rækta skóg til að binda kolefni og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jafnframt telja Íslendingar sem fyrr að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið. 
 
– Nánar er fjallað um könnunina á bls. 18 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: Skógrækt

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...