Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður fyrir skógrækt í landinu
Fréttir 12. apríl 2018

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður fyrir skógrækt í landinu

Höfundur: PH / HKr.
Ungir Íslendingar eru jákvæðastir fyrir skógrækt og 55 ára og eldri telja skógrækt mikilvægasta fyrir kolefnisbindingu.
 
Ný könnun sem Gallup hefur gert fyrir Skógræktina, Skógræktarfélag Íslands og Landssamtök skógareigenda sýnir mjög jákvætt viðhorf landsmanna til skógræktar. Langflestir Íslendingar telja að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið og telja mikilvægt að binda kolefni með skógrækt. 
 
Könnunin var lögð fyrir dagana 8.–21. mars. Í úrtakinu voru 1.450 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 814 manns spurningunum tveimur og var svarhlutfallið 56,1%. 
 
Spurt var annars vegar hvort fólk teldi skóga hafa almennt jákvæð eða neikvæð áhrif fyrir landið og hins vegar hversu mikilvægt fólk teldi að binda kolefni í skógum.
 
 
Unga fólkið jákvæðast
 
Jákvæðust áhrif á landið mælast meðal ungra Íslendinga á aldrinum 18–34 ára. Nærri þrír af hverjum fjórum þeirra telja skógrækt hafa mjög jákvæð áhrif á landið og enginn á því aldursbili telur áhrifin neikvæð. Mikilvægi kolefnisbindingar mælist hins vegar mest meðal fólks 55 ára og eldra. Ríflega níu af hverjum tíu þeirra telja það mikilvæga aðgerð.
 
Spurningarnar sem spurt var nú voru samhljóða tveimur spurningum í viðameiri könnun um viðhorf til skógræktar sem gerð var árið 2004. Þegar þessar tvær kannanir eru bornar saman kemur í ljós að stuðningur við skógrækt í landinu er svipaður og var 2004. Þó vekur athygli að þeim sem voru neikvæðir 2004 fækkar marktækt þegar spurt er um kolefnisbindingu með skógrækt. 
 
Ef marka má þessa könnun er því vaxandi stuðningur meðal landsmanna við þá leið að rækta skóg til að binda kolefni og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jafnframt telja Íslendingar sem fyrr að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið. 
 
– Nánar er fjallað um könnunina á bls. 18 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: Skógrækt

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...