Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfir tvær milljónir manna veikjast alvarlega í Bandaríkjunum vegna sýklalyfjaónæmis
Fréttir 12. febrúar 2016

Yfir tvær milljónir manna veikjast alvarlega í Bandaríkjunum vegna sýklalyfjaónæmis

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt skýrslu sem gefin var út í Bandaríkjunum 2013 undir heitinu „Ógn af sýklalyfjaónæmi í Bandaríkjunum 2013,“ deyja 23.000 Bandaríkjamenn árlega af sýkingum sem ekki er hægt að lækna vegna sýklalyfjaónæmis. Þá verða ríflega tvær milljónir manna alvarlega veikar vegna þessa. 
 
Auk þessa lenda hundruð þúsunda manna inni á sjúkrahúsi vegna sýkinga sem valda niðurgangi og innvortis bólgum sem draga árlega á annan tug þúsunda manna til dauða. Nærri ein af hverjum fimm innlögnum á sjúkrahús í Bandaríkjunum er vegna sýklalyfjaónæmra baktería. 
 
55 milljarða dollara kostnaður
 
Kostnaður sem hlýst af sýklalyfjaónæminu í bandaríska heilbrigðiskerfinu nemur nú árlega um 20 milljörðum Bandaríkjadollara. Þá er annar kostnaður þjóðfélagsins vegna minni framleiðni sem stafar af dauðsföllum og sýkingum, metinn á 35 milljarða dollara. Árlegur heildarkostnaður Bandaríkjamanna af glímunni við sýklalyfjaónæmið er því áætlaður um 55 milljarðar dollara. Það samsvarar hátt í sjö þúsund milljörðum íslenskra króna (6.985.000.000.000). 
 
Samsvarar yfir 7 milljarða kostnaði fyrir íslenska ríkið
 
Hefur kostnaður og dauðsföll farið ört vaxandi á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu myndi kostnaðurinn í Bandaríkjunum samsvara rúmlega 7 milljarða árlegum kostnaði fyrir íslenska ríkið. 
 
Einhver mesta heilsufarsógnin
 
Skýrslan var gefin út af Miðstöð sjúkdómaeftirlits og sjúkdómavarna (CDC) hjá heil­brigðisr­áðuneyti Bandaríkjanna. Dr. Tom Frieden, forstjóri CDC, segir að sýklalyfjaónæmi sé einhver mesta heilsufars­ógnin sem steðji að mann­kyninu í dag. Þegar sýklalyf virki ekki lengur verði sífellt erfiðara að berjast við sýkingar sem komið geta upp við uppskurði, líffæraígræðslu og við krabbameinsmeðferð. Dauðahlutföll í slíkum tilfellum aukist stöðugt og þeir sem lifa af þurfi á mun lengri sjúkrahúsvist að halda en ella. 
Í skýrslunni kemur fram að sýklalyf séu meðal þeirra lyfja sem mest er ávísað á af læknum á heimsvísu. Hins vegar séu um 50% þeirra lyfjaávísana ónauðsynlegur. Þá sé mikil notkun sýklalyfja í landbúnaði alvarlegt mál, einkum hvað varðar notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata í dýraeldi. Þar segir að gögn bendi til að mun meira sé notað af sýklalyfjum í þessu skyni en til lækninga á fólki. CDC hefur frá því fyrrnefnd skýrsla var gefin út birt fjölmargar leiðbeiningar og viðvaranir varðandi sýklalyfjaónæmar og fjölónæmar bakteríur. 
 
„Martraðarbakteríur“
 
Bent er á að þótt skýrslan (ANTI­BIOTIC RESISTANCE THREATS  in the United States, 2013) sé gerð til að meta stöðuna í Bandaríkjunum, þá sé um alþjóðlegt vandamál að etja. Sagt er að framámenn í heilsugeiranum tali um „martraðarbakteríur“ sem séu orðnar hræðileg ógn við fólk í öllum löndum heims.
Auk þeirra ríflega tveggja milljóna Bandaríkjamanna sem sýkjast alvarlega á ári hverju og 23 þúsunda íbúa landsins sem deyja vegna sýklalyfjaónæmis, þá þarf  að leggja um 250.000 manns inn á sjúkrahús vegna „Clostridium difficile“ sýkinga sem valda m.a. niðurgangi og innvortis bólgum. Þetta eru kölluð afleidd áhrif af ofnotkun sýklalyfja. Um 14 þúsund manns deyja árlega í Bandaríkjunum af þessum orsökum.
 
Smitleiðirnar eru margar
 
Í skýrslunni er yfirlitsmynd yfir dreifileiðir á sýklalyfjaónæmum bakteríum. Þar kemur fram að alifuglar þrói með sér sýklalyfjaónæmdar bakteríur í meltingarvegi vegna notkunar lyfjanna til að forðast sýkingar og til að auka vaxtarhraða. Í nautgripum og svínum geta lyfjaleifar og ónæmar bakteríur haldist í hráu kjöti. Sé það ekki eldað nægilega mikið, geta bakteríurnar svo hæglega borist í menn.
 
Hættan á svokölluðum svínaormi hefur kennt mönnum í gegnum árhundruðin að neyta helst ekki svínakjöts nema það sé fulleldað og allar mögulegar bakteríur og ormar drepist af hitanum við eldunina. Öðru máli gegnir oft um nautakjöt. Flestum þykir það best hálf- eða léttsteikt þannig að úr blæði. Það þýðir að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta hæglega lifað það af og borist í menn. Oftast drepast bakteríurnar þó í meltingarvegi manna, en hættan á sýkingu getur verið mun meiri við handfjötlun á sýktu kjöti.
 
Þá berast sýktar bakteríur líka úr maga dýranna með skít út á tún og í garða þar sem verið er að rækta jurtir til manneldis. Þaðan geta þær svo borist í menn líkt og salmonella. Auk þessa þá geta sýklalyfjaónæmar bakteríur, sem ekki tekst að ráða við á sjúkrahúsum, borist á milli sjúklinga og í starfsfólk og þaðan út fyrir veggi sjúkrahúsanna. 
 
Samkvæmt upplýsingum Evrópu­sambandsins þá deyja um 25.000 manns af sýklalyfjaónæmi í Evrópu á hverju ári. Er þá miðað við gögn frá 2007. Þar var áætlað að dauðsföll á heimsvísu um 2050 yrðu orðin 300 milljónir. Staðan hefur  versnað hröðum skrefum frá því gögn ESB voru lögð fram árið 2011.

4 myndir:

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...