Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, segir að framtíðin sé björt hjá fyrirtækinu verði rétt haldið á spilum. Stefnt er að því að framleiða um 13 þúsund tonn af fóðri í ár og gert ráð fyrir að sú tala tvöfaldist á næstu þremur árum í takt við aukið fiskeldi hér á landi.
Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, segir að framtíðin sé björt hjá fyrirtækinu verði rétt haldið á spilum. Stefnt er að því að framleiða um 13 þúsund tonn af fóðri í ár og gert ráð fyrir að sú tala tvöfaldist á næstu þremur árum í takt við aukið fiskeldi hér á landi.
Mynd / Laxá
Fréttir 2. maí 2022

Vöxtur fram undan í fiskeldi og líkur á að framleiðslan tvöfaldist á næstu árum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Metár var í framleiðslu fiskafóðurs hjá Laxá á Akureyri á síðasta ári. Seld voru 12.045 tonn að verðmæti 2,6 milljarðar króna, sem er 10% aukning á milli ára. Auk þess að framleiða fiskafóður endurselur Laxá yfir 600 tonn af startfóðri og sérfóðri frá Biomar og Skretting, það er fiskafóður sem vélbúnaður verksmiðjunnar á Akureyri getur ekki framleitt.

Hjá Laxá starfa í dag 9 fastráðnir starfsmenn sem allir hafa 10 til 30 ára starfsreynslu og segir Gunnar Örn Kristjánsson framkvæmdastjóri það skapa mikinn stöðugleika í framleiðslugæðum í fiskafóðri frá fyrirtækinu.

Hvað innlenda framleiðslu á fiskafóðri varðar framleiðir Laxá um 85% af magninu og er með 75% hlutdeild í fiskafóðri fyrir landeldi. Gunnar segir að til að styrkja stöðuna enn frekar sé nú verið að taka í notkun afurðasíló sem rúmar 400 tonn af fiskafóðri.

Afkastageta verksmiðju Laxár Fiskafóðurs er um 30 þúsund tonn á ári. Fjárfest hefur verið í nýjum fóðursílóum sem taka 400 tonn af fóðri og er hægt að framleiða fóður beint upp í afurðasíló sem lestað er í fóðurtank sem ekið er með til eldisstöðvanna. Þetta er umhverfismál, engir plastsekkir og trébretti lengur í notkun.

Um er að ræða fjárfestingu upp á 250 milljónir króna. Hefur hún í för með sér að nú er möguleiki á að framleiða fóður beint í afurðasíló og þaðan er því lestað beint í fóðurtank sem ekur með fiskafóður til eldisstöðva þar sem því er dælt upp í síló.

„Það er mikið umhverfismál að vera laus við að nota plastsekki og trébretti til að afhenda fiskafóður til viðskiptavina en auk þess skapast mikið hagræði í vinnu og öryggismálum á eldisstöðvum með minni meðhöndlun fóðurs á staðnum,“ segir Gunnar.

Innlend framleiðsla tryggir lágt kolefnaspor

Hann segir að til að tryggja gæði fiskafóðurs frá Laxá og uppfylla kröfur viðskiptavina sé starfsemin vottuð í bak og fyrir með Global GAP vottun og ASC vottun. Þannig er vottað að rekjanleiki fóðurs sé tryggður frá eldisstöð og að uppruna hráefna auk þess sem vottað er fyrir ábyrgð í innkaupum, sjálfbærni hráefna, framleiðslu afurða, öryggismálum í verksmiðju og umhverfismálum. Í ECO fiskafóður frá Laxá eru eingöngu notuð náttúruleg gæðahráefni og notkun erfðabreyttra hráefna er ekki heimil.
Gunnar bendir á að innlend framleiðsla á fiskafóðri tryggi lágt kolefnafótspor með því að nota 50% af hráefnum með uppruna hérlendis og einnig sé í framleiðslunni notuð hrein orka.

Gunnar segir að hátt hlutfall fiskimjöls og lýsis sé í fóðrinu, en með því er ekki bara verið að tryggja fiskinum bestu fáanlegu næringarefni því notkun innfluttra jurtamjölsafurða er einnig lág­mörkuð í fram­leiðslunni. Notkun jurtamjöls í fóðrinu skapa um 50% af kolefnaspori í laxeldi sökum skógar­eyðingar fyrir ræktarland.

Flutt fram og til baka

„Það er svo ekki til að bæta stöðuna að við flytjum inn 60 þúsund tonn af fiskafóðri frá Noregi og Skotlandi fyrir sjóeldi á laxi og í raun er þá búið að flytja fiskimjöl og lýsi frá Íslandi til þess að flytja það til baka aftur sem hluta af hráefnum í fiskafóðri,“ segir Gunnar og bendir á að því sé mikilvægt að hérlendis verði reist stór verksmiðja til að framleiða fiskafóður sem geti annað öllum innlenda markaðinum.

Mikill vöxtur framundan í fiskeldi

Gunnar segir mikinn vöxt fram undan í fiskeldi hér á landi og að líkindum sé almenningi sú stærðargráða ekki fyllilega ljós. Til að mynda var útflutningur eldislax á síðasta ári 33 þúsund tonn að verðmæti 28 milljarðar króna og eingöngu þorskafurðir eru verðmætari tegund í 300 milljarða króna gjaldeyri af heildarsölu sjávarfangs. Fiskeldi muni á næstu árum þrefaldast í magni þegar 100 þúsund tonna útgefin laxeldisleyfi í sjó verða fullnýtt og með því fer verðmætið af sölu eldislax upp fyrir 90 milljarða. Fiskeldi sem atvinnugrein hafi gert mörg byggðarlög á Vestfjörðum og Austfjörðum lífvænleg aftur og í stað þess að þiggja styrki frá Byggðastofnun sé þar nú til staðar traust atvinna sem skila gjaldeyristekjum í þjóðarbúið.

„Það er sama hvort horft er á landnýtingu, kolefnaspor, sjálfbærni, fóðurnýtingu eða hollustu afurða, þá er eldislax einfaldlega besti próteingjafinn fyrir ört fjölgandi mannkyn,“ segir hann.

Ný atvinnugrein sem gefur miklar gjaldeyristekjur

Samlegðaráhrif eru mikil með vaxandi fiskeldi og hefðbundnum sjávarútvegi að sögn Gunnars, en í raun sé það bara fiskeldisþátturinn sjálfur sem þurft hafi að sækja fjármagn og þekkingu erlendis frá.

„Það er vægast sagt lágkúruleg umræða að Norðmenn séu að arðræna okkur með fiskeldi í íslenskum fjörðum, því þegar uppbygging á laxeldi í sjó hófst árið 2010 var nóg fjármagn til staðar í bönkum og lífeyrissjóðum. Þar á bæ þorðu menn þó ekki að taka áhættuna og því var leitað til Norðmanna með þolinmótt fjármagn. Þetta hefur fært okkur nýja atvinnugrein sem gefur miklar gjaldeyristekjur og það má að miklu leyti þakka hugrökkum íslenskum frumkvöðlum sem fóru af stað í þessa vegferð, að byggja upp fiskeldi í íslenskum fjörðum. Við værum ekki komin á þennan stað nú nema fyrir fjármagn og þekkingu frá norskum fiskeldisfyrirtækjum.

Framleiðslan á Akureyri mun tvöfaldast

Ofan á aukið laxeldi í sjó hérlendis koma svo áætlanir um stóraukið landeldi á laxi og að því standa fjársterkir innlendir aðilar með Samherja Fiskeldi í fararbroddi.

„Ef áætlanir ganga eftir þá getur magnið orðið allt að 80 þúsund tonn sem mun fleyta gjaldeyrisöflun af fiskeldi upp fyrir 150 milljarða króna sem yrði þriðjungur af heildarsölu sjávarfangs. Þar sem Laxá getur ekki framleitt þetta fituríka fóður fyrir sjóeldið, þá er aukið landeldi sá vaxtarbroddur sem við horfum á til skamms tíma og innan þriggja ára mun framleiðslan tvöfaldast hérna á Akureyri. Samhliða þeim vexti sem verður á næstu árum verður einnig horft til lengri tíma með því að kanna hagkvæmni og möguleika á nýrri verksmiðju fyrir framleiðslu á fiskeldisfóðri, með það að markmiði að sinna öllum markaðinum sem mun nær örugglega vaxa upp í 200 þúsund tonn af fiskeldisfóðri næsta áratuginn. Það er því mikið um að vera í fiskeldinu og framtíðin björt fyrir Laxá ef rétt verður haldið á spilunum,“ segir Gunnar.

Skylt efni: Akureyri | Laxá | fiskafóður

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...