Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vottaðar landnámshænur
Á faglegum nótum 17. janúar 2017

Vottaðar landnámshænur

Höfundur: Jóhanna Harðardóttir, Hlésey
Á aðalfundi Eigenda-rækt­endafélags landnámshænsna, ERL  kom fram að félagið hefur talsverðar áhyggjur af stofni landnámshænsna. Svo virðist sem einhverjir aðilar hér á landi selji fugla undir því yfirskini að um landnámshænur sé að ræða þótt þær falli ekki undir staðalinn Lýsing á íslensku landnámshænunni sem samþykktur var árið 2013.
 
Félagið ber ábyrgð á ræktun landnámshænunnar hérlendis sem erlendis, og vill grípa í taumana áður en í óefni er komið og benda kaupendum landnámshænsna á að kaupa aðeins landnámshænur af þeim sem hefa fengið vottun ERL.
 
Á síðastliðnu ári hefur borið talsvert á því að nokkrir kaupendur meintra landnámshænuunga fái  fuglana ekki skráða þar sem þeir standast ekki ræktunarviðmið landnámshænsna.
 
Þetta er mjög erfið staða fyrir þá sem hafa keypt fugla í góðri trú og veldur stjórn félagsins talsverðum áhyggjum. Grunnur að ræktun landnámshænsna var lagður með þeim fuglum sem dr. Stefán Aðalsteinsson safnaði saman árið 1973 og hefur æ síðan verið ræktaður markvisst af ábyrgum aðilum. 
ERL var stofnað árið 2004 með það markmið að halda stofni landnámshænsna í rækt og hefur gengið vel, en á síðustu árum hefur tekið að bera á því að óábyrgir einstaklingar selji unga sem landnámshænur án þess að uppfylla þau skilyrði sem til þess þarf eða hafa til þess vottun félagsins.
 
Öll dreifing á fuglum undir heitinu landnámshænur sem ekki stenst Lýsingu á íslensku landnámshænunni eru skemmdarverk við ræktunarstarfið, stefna stofninum í hættu og grafa undan því trausti sem ræktendur í ERL hafa áunnið sér hér heima og erlendis.
 
ERL vill eindregið benda hugsanlegum kaupendum sem vilja styðja við ræktun landnámshænunnar á að leita til aðila sem fengið hafa vottun hjá ERL eða fá ráðleggingar hjá félaginu áður en þeir kaupa sér fugla.
 
Hér fylgir listi yfir þá sem hafa fengið vottun hjá ERL en einnig nokkrir á biðlista fyrir skoðun fuglanna í vor.
 
Listi yfir vottaða ræktendur – yfirfarið í september 2016
 
Agnar Berg Sigurðsson
Frjóvguð egg
agnarbs@mi.is
Ásatún 10 2b, Kópavogi
 
Agnes Geirdal
Frjóvguð egg
agnesg@simnet.is
 
Galtalækur, Biskupstungum
Ungar
Anna Sigríður Helgadóttir
Brúnagerði, Þingeyjarsveit
 
Áslaug Lárusdóttir
aslaugl@gmail.com
Blómsturvellir 46, Neskaupstað
 
Björk Bjarnadóttir
Frjóvguð egg
illugaskotta@gmail.com
Brennholti, Mosfellsbæ
 
Björn Mikaelsson
Frjóvguð egg
bmikk@simnet.is
Furuhlíð 1, Sauðárkróki
Ungar
 
Brynhildur Inga Einarsdóttir
Frjóvguð egg
borg1@centrum.is
Sögusteinn, Ölfusi
 
Dísa Andeirman
Frjóvguð egg
disaand@gmail.com
Skeggjastaðir, Mosfellsbæ
 
Dóra Aðalsteinsdóttir
Frjóvguð egg
bardal63@gmail.com
Eyrarvegur 12, Grundarfjörður
Ungar
 
Egill Rafn Sigurgeirsson
Frjóvguð egg
egillrs@hotmail.com 
Melahvarf 2, Kópavogi
 
Erna Árfells
Berjanesi, Hvolsvelli
 
Fanney og Trausti
Frjóvguð egg
fanneybk@gmail.com
Einholti, Ásahreppi
Ungar
traustith@simnet.is
 
Freyja og Marinó 
Eysteinseyri, Tálknafirði
 
Guðlaug Jónsdóttir
Frjóvguð egg
Árbær, Reykhólahreppi
 
Hilmar og Salvör
Frjóvguð egg
hilmaraegir@simnet.is
Bolaklettar 1 Kjósahreppi
 
Hulda Leifsdóttir
Frjóvguð egg
Brekkubyggð 24, Blönduósi
 
Ingi Vignir Gunnlaugsson
Frjóvguð egg
ingivg@simnet.is
Hrannarbyggð 12, Ólafsfirði
 
Jóhanna Harðardóttir
Frjóvguð egg
johanna@hlesey.is
Hlésey, Hvalfjarðarsveit
Ungar
 
Kolbrún Júlíusdóttir
Frjóvguð egg
kolsholt@islandia.is
Kolsholt I Flóahreppi
Ungar
 
Magnea og Sigurbjörn
Frjóvguð egg
asamyri@hotmail.com
Ásamýri, Hellu
Ungar
 
Magnús Ingimarsson
Frjóvguð egg
m.ingimars@gmail.com
Hólmaflöt 2, Akranesi
Stundum ungar
 
Máni Hákonarson
Frjóvguð egg
hallafroda@yahoo.com
Dalsgarður 1 Mosfellsbæ
Ungar
 
Sigríður og Sveinn Þórðarson
Frjóvguð egg
Trabuco Canyon,
California
 
Vala Andrésdóttir Withrow
Frjóvguð egg
vala.andres@gmail.com
Redmond, Washington USA
Stundum ungar
 
Valgerður Auðunsdóttir
Frjóvguð egg
valhus@uppsveitir.is
Húsatóftum 1, Skeiðum
Ungar/Stundum unghænur
 
Þorvarður Jóhann Guðbjartsson
bonnya@simnet.is 
Naustabúið 6, Hellissandi
 
Þórarinn Sighvatsson
Frjóvguð egg
sumarbustadir@simnet.is
Léttahlíð 3, Helgafellssveit
Ungar
 
Þórey Pálsdóttir
Frjóvguð egg
phoreyp@simnet.is
Norðurbraut 21, Selfossi
 
Enn bíða þónokkrir félagar skoðunar af hálfu félagsins.
/Jóhanna Harðardóttir, Hlésey

Skylt efni: Landnámshænan | ERL

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...