Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælastofnun getur beitt stjórnvaldsákvörðunum vegna brota á dýravelferð.
Matvælastofnun getur beitt stjórnvaldsákvörðunum vegna brota á dýravelferð.
Mynd / ál
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo mánuði.

Bóndi á Vesturlandi var sviptur vörslu á sauðfé 1. nóvember vegna brota á dýravelferð og var sú ákvörðun tekin að Matvælastofnun (MAST) kæmi fénu í sláturhús í staðinn fyrir að bóndinn sæi um það sjálfur. Frá þessu atviki er greint í yfirliti stofnunarinnar um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu í nóvember og desember 2024.

Þar kemur einnig fram að bóndi á Vesturlandi hafi verið sviptur mjólkursöluleyfi vegna sóðaskapar í fjósi. Sá bóndi var jafnframt sviptur vörslu nautgripa sinna vegna skorts á getu.

Bóndi á Norðurlandi eystra var sviptur vörslu nautgripa sinna vegna alvarlegra brota á dýravelferð. Vörslusviptingin var síðar aftur- kölluð þar sem bóndinn lagði fram samning við utanaðkomandi bústjóra sem tók tímabundna ábyrgð á búrekstrinum. Fyrir liggur yfirlýsing um að búrekstrinum verði hætt eigi síðar en 1. mars 2025.

Stjórnvaldssekt að upphæð 326.400 krónur var lögð á sauðfjárbónda á Norðurlandi vestra vegna alvarlegra brota á dýravelferð í búskap sínum á vormánuðum 2024.

Kúabóndi á Vesturlandi var sviptur mjólkursöluleyfi vegna óþrifnaðar. Til þess að fá leyfið aftur þurfti hann, með endurteknum sýnatökum í tvær vikur, að sýna MAST fram á að mjólkurgæðin væru viðunandi. Jafnframt þurfti hann að sýna fram á að umhverfi mjaltaþjóns og allra rýma sem tengdust mjólkurframleiðslunni væru orðin hrein.

Stjórnvaldssekt að upphæð 300.000 krónur var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi. Það hafði vanrækt að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun eins og skylt er samkvæmt lögum.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...