Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Matvælastofnun getur beitt stjórnvaldsákvörðunum vegna brota á dýravelferð.
Matvælastofnun getur beitt stjórnvaldsákvörðunum vegna brota á dýravelferð.
Mynd / ál
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo mánuði.

Bóndi á Vesturlandi var sviptur vörslu á sauðfé 1. nóvember vegna brota á dýravelferð og var sú ákvörðun tekin að Matvælastofnun (MAST) kæmi fénu í sláturhús í staðinn fyrir að bóndinn sæi um það sjálfur. Frá þessu atviki er greint í yfirliti stofnunarinnar um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu í nóvember og desember 2024.

Þar kemur einnig fram að bóndi á Vesturlandi hafi verið sviptur mjólkursöluleyfi vegna sóðaskapar í fjósi. Sá bóndi var jafnframt sviptur vörslu nautgripa sinna vegna skorts á getu.

Bóndi á Norðurlandi eystra var sviptur vörslu nautgripa sinna vegna alvarlegra brota á dýravelferð. Vörslusviptingin var síðar aftur- kölluð þar sem bóndinn lagði fram samning við utanaðkomandi bústjóra sem tók tímabundna ábyrgð á búrekstrinum. Fyrir liggur yfirlýsing um að búrekstrinum verði hætt eigi síðar en 1. mars 2025.

Stjórnvaldssekt að upphæð 326.400 krónur var lögð á sauðfjárbónda á Norðurlandi vestra vegna alvarlegra brota á dýravelferð í búskap sínum á vormánuðum 2024.

Kúabóndi á Vesturlandi var sviptur mjólkursöluleyfi vegna óþrifnaðar. Til þess að fá leyfið aftur þurfti hann, með endurteknum sýnatökum í tvær vikur, að sýna MAST fram á að mjólkurgæðin væru viðunandi. Jafnframt þurfti hann að sýna fram á að umhverfi mjaltaþjóns og allra rýma sem tengdust mjólkurframleiðslunni væru orðin hrein.

Stjórnvaldssekt að upphæð 300.000 krónur var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi. Það hafði vanrækt að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun eins og skylt er samkvæmt lögum.

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f