Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Matvælastofnun getur beitt stjórnvaldsákvörðunum vegna brota á dýravelferð.
Matvælastofnun getur beitt stjórnvaldsákvörðunum vegna brota á dýravelferð.
Mynd / ál
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo mánuði.

Bóndi á Vesturlandi var sviptur vörslu á sauðfé 1. nóvember vegna brota á dýravelferð og var sú ákvörðun tekin að Matvælastofnun (MAST) kæmi fénu í sláturhús í staðinn fyrir að bóndinn sæi um það sjálfur. Frá þessu atviki er greint í yfirliti stofnunarinnar um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu í nóvember og desember 2024.

Þar kemur einnig fram að bóndi á Vesturlandi hafi verið sviptur mjólkursöluleyfi vegna sóðaskapar í fjósi. Sá bóndi var jafnframt sviptur vörslu nautgripa sinna vegna skorts á getu.

Bóndi á Norðurlandi eystra var sviptur vörslu nautgripa sinna vegna alvarlegra brota á dýravelferð. Vörslusviptingin var síðar aftur- kölluð þar sem bóndinn lagði fram samning við utanaðkomandi bústjóra sem tók tímabundna ábyrgð á búrekstrinum. Fyrir liggur yfirlýsing um að búrekstrinum verði hætt eigi síðar en 1. mars 2025.

Stjórnvaldssekt að upphæð 326.400 krónur var lögð á sauðfjárbónda á Norðurlandi vestra vegna alvarlegra brota á dýravelferð í búskap sínum á vormánuðum 2024.

Kúabóndi á Vesturlandi var sviptur mjólkursöluleyfi vegna óþrifnaðar. Til þess að fá leyfið aftur þurfti hann, með endurteknum sýnatökum í tvær vikur, að sýna MAST fram á að mjólkurgæðin væru viðunandi. Jafnframt þurfti hann að sýna fram á að umhverfi mjaltaþjóns og allra rýma sem tengdust mjólkurframleiðslunni væru orðin hrein.

Stjórnvaldssekt að upphæð 300.000 krónur var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi. Það hafði vanrækt að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun eins og skylt er samkvæmt lögum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f