Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þrjár góðar á Vordægrum við Mývatn 2014. Talið frá vinstri:  Birna Björnsdóttir í Haganesi, Anna V. Skarphéðinsdóttir úr Vogum og Guðrún Benediktsdóttir á Grímsstöðum.
Þrjár góðar á Vordægrum við Mývatn 2014. Talið frá vinstri: Birna Björnsdóttir í Haganesi, Anna V. Skarphéðinsdóttir úr Vogum og Guðrún Benediktsdóttir á Grímsstöðum.
Fréttir 4. febrúar 2015

Vordægur við Mývatn

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ásdís Erla Jóhannesdóttir sem rekur fjölskyldufyrirtækið Sel-Hótel Mývatn ásamt Yngva Ragnari Kristjánssyni, segir að nú sé á döfinni að efna aftur til hátíðar með eldri borgurum eins og í fyrra sem nefnist Vordægur við Mývatn. 
 
Búið er að setja upp dagskrá fyrir hátíðina sem stendur yfir dagana 13. til 18. apríl og svo aftur 26. apríl til 1. maí. 
 
Ásdís segir að þeim fjölgi stöðugt og hratt sem komnir eru í „langa fríið“ að lokinni langri starfsævi. Fæstir séu efalaust ekki fyllilega undir það búnir að hætta störfum og þess vegna hefur í vaxandi mæli verið lögð áhersla á að finna hvers konar afþreyingu fyrir eldri borgara. Á þeim nótum er einmitt hátíðin hugsuð í Sel-Hótel Mývatni.
 
Heppnaðist afskaplega vel í fyrra
 
„Við byrjuðum á þessu eldri borgara-verkefni í fyrra, en það hafði verið draumur hjá mér í mörg ár að koma á svona dagskrá hér í Mývatnssveitinni. Við fórum fyrst í smá kynningu á því hér á Norðausturlandi hvað við værum með í huga. Við fórum og heimsóttum eldri borgara á Akureyri, Húsavík, Grenivík og Dalvík og sendum bæklinga á félög eldri borgara á þessu svæði. 
 
Það bókuðu sig 35 manns á þessa hátíð sem við köllum Vordægur við Mývatn og stóð í fimm daga. Þetta heppnaðist afskaplega vel og við vorum með Arngrím Geirsson, sem býr í Álftagerði, sem leiðsögumann. Farið var í þrjár ferðir, tvær um Mývatnssveit og eina til Húsavíkur. Arngrímur sagði fólki margvíslegar sögur í þessum ferðum, m.a. af fólkinu í sveitinni.  Þá var faðir minn, Jóhannes Sigmundsson í Sigríðarholti, skemmtanastjóri á kvöldin. Þar voru sagðar gamansögur, farið með vísur, settir upp vísnaþættir og eitt kvöldið vorum við með bingó. Síðan spilaði Kristján Stefánsson frá Gilhaga á nikkuna sína fyrir dansi.“ 
 
Snýst þetta fyrst og fremst um félagsskap
 
„Vænst þótti mér að þrjár konur hér í sveitinni bókuðu sig á þessa hátíð og ein þeirra, áttræð kona, býr í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu. Fólk tók þessu greinilega fegins hendi, enda snýst þetta fyrst og fremst um félagsskap, en margt af þessu fólki býr orðið eitt í sínum húsum og hittir ekki marga. Það er þessu fólki ómetanlegt að komast í svona góðan félagsskap og hafa eitthvað fyrir stafni. Við fengum líka fólk úr Reykjavík, frá Selfossi, af Austfjörðum og hér úr norðursýslunni. 
Núna ætlum við að reyna að efla þetta og fá hingað tvo hópa,“ segir Ásdís. 
 
Fjölbreytt skemmtidagskrá verður á Vordægrum við Mývatn að þessu sinni. Á hótelinu verður  dansað og farið í margvíslega leiki og gripið í spil. Farið verður í þrjár ferðir, heimsóknir í söfn og innifalið í pakkanum er hádegismatur og kvöldmatur allan tímann. 
Í dagbók Kristjáns frá Gilhaga, sem var ásamt Rósu konu sinni í hópi vorgesta á síðasta ári, er m.a. að finna þessa stöku:
 
Dvöl mun gleðja aldna og unga 
aprílsólin vermir heit,
víkja burtu vetrar drunga
„Vordægur í Mývatnssveit“.
 
„Við reynum svo auðvitað líka að passa upp á að ofgera fólki ekki og að það hafi líka tök á að hvíla sig,“ segir Ásdís.

7 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...