Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Von á skýrslu í marsbyrjun um stjórnsýsluúttekt á MAST
Mynd / smh
Fréttir 24. febrúar 2017

Von á skýrslu í marsbyrjun um stjórnsýsluúttekt á MAST

Höfundur: smh

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra síðustu ríkisstjórnar, tilkynnti í byrjun desembermánaðar á síðasta ári að hann myndi láta gera úttekt á starfsemi Matvælastofnunar í kjölfar svokallaðs Brúneggjamáls. Von er á skýrslu um úttektina nú í byrjun marsmánaðar.

Var þeim doktor Ólafi Oddgeirssyni, dýralækni og framkvæmdastjóra ráðgjafarfyrirtækisins Food Control Consultants Ltd. í Skotlandi, og Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa falið að gera úttektina og staðfestir Ólafur að von sé á skýrslunni.

Verkferlar eftirlits með dýravelferð og matvælaeftirlits

Var þeim gert að fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit, greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu í desember kom fram að sérfræðingar ráðuneytisins myndu fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi stofnunarinnar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. Kristín Benediktsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, yrði ráðuneytinu til aðstoð- ar hvað varðar lagafyrirmæli er lúta að birtingum upplýsinga.

Ráðuneytið og eftirlitsskyldur gagnvart Matvælastofnun

Þar kom einnig fram að athugun yrði gerð á rekstri, skipulagi og stjórnun og hvernig ráðuneytið sinnir almennum eftirlitsskyldum sínum með starfsemi Matvælastofnunar. Loks er óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara varð- andi framangreinda þætti, tillögum um breytingar á lögum og öðru því sem telja má að geti eflt framkvæmd með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit.

Mikilvægt að traust ríki um starfsem Matvælastofnunar

Gunnar Bragi sagði að mikilvægt væri að traust ríkti um starfsemi Matvælastofnunar, þegar tilkynnt var um úttektina. „Við höfum fengið mjög hæfa einstaklinga til að yfirfara verkferla, lagalegt umhverfi og stjórnsýslu á sviði dýravelferðar og matvælaeftirlits. Með þessu vil ég stuðla að því að við lærum af þeim mistökum sem kunna að hafa verið gerð í einstökum málum og tryggjum að lagaleg umgjörð sé í samræmi við almenna hagsmuni,“ sagði hann. 

Skylt efni: Matvælastofnun | Brúnegg

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara