Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Von á skýrslu í marsbyrjun um stjórnsýsluúttekt á MAST
Mynd / smh
Fréttir 24. febrúar 2017

Von á skýrslu í marsbyrjun um stjórnsýsluúttekt á MAST

Höfundur: smh

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra síðustu ríkisstjórnar, tilkynnti í byrjun desembermánaðar á síðasta ári að hann myndi láta gera úttekt á starfsemi Matvælastofnunar í kjölfar svokallaðs Brúneggjamáls. Von er á skýrslu um úttektina nú í byrjun marsmánaðar.

Var þeim doktor Ólafi Oddgeirssyni, dýralækni og framkvæmdastjóra ráðgjafarfyrirtækisins Food Control Consultants Ltd. í Skotlandi, og Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa falið að gera úttektina og staðfestir Ólafur að von sé á skýrslunni.

Verkferlar eftirlits með dýravelferð og matvælaeftirlits

Var þeim gert að fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit, greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu í desember kom fram að sérfræðingar ráðuneytisins myndu fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi stofnunarinnar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. Kristín Benediktsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, yrði ráðuneytinu til aðstoð- ar hvað varðar lagafyrirmæli er lúta að birtingum upplýsinga.

Ráðuneytið og eftirlitsskyldur gagnvart Matvælastofnun

Þar kom einnig fram að athugun yrði gerð á rekstri, skipulagi og stjórnun og hvernig ráðuneytið sinnir almennum eftirlitsskyldum sínum með starfsemi Matvælastofnunar. Loks er óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara varð- andi framangreinda þætti, tillögum um breytingar á lögum og öðru því sem telja má að geti eflt framkvæmd með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit.

Mikilvægt að traust ríki um starfsem Matvælastofnunar

Gunnar Bragi sagði að mikilvægt væri að traust ríkti um starfsemi Matvælastofnunar, þegar tilkynnt var um úttektina. „Við höfum fengið mjög hæfa einstaklinga til að yfirfara verkferla, lagalegt umhverfi og stjórnsýslu á sviði dýravelferðar og matvælaeftirlits. Með þessu vil ég stuðla að því að við lærum af þeim mistökum sem kunna að hafa verið gerð í einstökum málum og tryggjum að lagaleg umgjörð sé í samræmi við almenna hagsmuni,“ sagði hann. 

Skylt efni: Matvælastofnun | Brúnegg

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.