Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Volvo – ég rúlla
Á faglegum nótum 18. ágúst 2017

Volvo – ég rúlla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta Volvo-bifreiðin var smíðið í Svíþjóð árið 1927. Hugmyndin að baki bílunum var að framleiða bíl sem þyldi erfiða vegi eða öllu held­ur vegslóða í sveitum Sví­þjóðar og kuldann í landinu. Á latínu þýðið orðið volvo „ég rúlla“.

Volvo hóf framleiðslu á drátt­ar­vélum undir lok seinni heimstyrjaldar enda hrundi sala á bifreiðum en á sama tíma jókst eftirspurn mikið eftir traktorum til matvælaframleiðslu. Fyrstu Volvo-traktorarnir voru hann­aðir og framleiddir í samvinnu við ­sænska dráttarvélaframleið­andann Bolinder-Munkell sem Volvo keypti síðan árið 1973.

Fyrsta Volvo dráttarvélin kom á markað 1944 en Volvo T41 eins og týpan kallaðist var í raun lítið annað en Bolinder-Munkell GBMV-1 undir vöruheiti Volvo og öðruvísi á litinn. Bolinder-Munkell var grænn en Volvo rauður. Vélin í báðum var átta strokka, gírarnir fimm og báðar voru fáanlegar á stálhjólum eða gúmmítúttum og náðu tíu kílómetra hraða.

Minni dráttarvélar

Á árunum eftir heimstyrjöldina síðari dró úr eftirspurn eftir stærri dráttarvélum og Volvo hóf framleiðslu á minni traktorum með fjögurra strokka vél sem kallaðist Volvo T21.

Eftir að Volvo yfirtók Bolinder-Munkell var öll dráttarvélaframleiðsla Volvo flutt í verksmiðjur Bolinder-Munkell.

Nafni Bolinder-Munkell var haldið við í nokkur ár en þar sem nafnið Volvo var þekkt­ara á heimsvísu varð það ofan á og nafnið Bolinder-Munkell dæmt til gleymsku.

Á sjöunda áratug síð­ustu aldar jókst eftir­spurn eftir kraftmiklum traktorum aftur og árið 1966 setti Volvo á markað  vél sem var 100 hestöfl og kallaðist T800. Á sama tíma voru skandínavískir dráttarvélaframleiðendur leiðandi í öryggismálum dráttarvéla eins og bifreiðum.

Árið 1978 hófu Volvo og finnski dráttarvélaframleiðandi Valmet samstarf sem stóð í nokk­ur ár. Volvo hætti framleiðslu á traktorum árið 1985.

Volvo dráttarvélar á Íslandi

Samkvæmt því sem segir á heima­síðu Fornvélafélags Íslands ­komu ellefu Volvo dráttarvélar til Íslands árið 1949 en síðan virðast þær hverfa af markaði hér. Á heimasíðu Landbúnaðarsafns Íslands ­segir í frétt frá 2004 að það ár bætt­ist í safnkostinn Volvo T22 dráttarvél árgerð 1949. „Vélin er vestan úr Valþjófsdal, gefin af þeim Guðmundi Steinari Gunnarssyni og bróðursonum hans, þeim Þorfinni og Þresti Þorvaldssonum, frá Þorfinnsstöðum. Vélin er í mjög góðu standi og henni fylgir sláttuvél frá Westeråsmaskiner.

Á sinni tíð máttu fyrstu eigend­urnir, Björgmundur á Kirkjubóli og Gunnar á Þorfinnsstöðum, brjótast með vélina yfir óvegi um Ófæru, enda þetta fyrsta vél sem í Dalinn kom. Þar gegndi hún ýmsum hlutverkum um árabil en naut góðs atlætis hjá Þorvaldi, syni Gunnars, á Þorfinnsstöðum síðari árin en síðan Guðmundi bróður hans.

Volvóinn er safninu fengur því á sinni tíð var sams konar vél á Hvanneyri, sem margir hafa spurt eftir. Fáar vélar þessarar gerðar komu til landsins, líklega aðeins um tugur, en þær reyndust hins vegar vel.“

Skylt efni: Gamli traktorinn | Volvo

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...