Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Volvo – ég rúlla
Á faglegum nótum 18. ágúst 2017

Volvo – ég rúlla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta Volvo-bifreiðin var smíðið í Svíþjóð árið 1927. Hugmyndin að baki bílunum var að framleiða bíl sem þyldi erfiða vegi eða öllu held­ur vegslóða í sveitum Sví­þjóðar og kuldann í landinu. Á latínu þýðið orðið volvo „ég rúlla“.

Volvo hóf framleiðslu á drátt­ar­vélum undir lok seinni heimstyrjaldar enda hrundi sala á bifreiðum en á sama tíma jókst eftirspurn mikið eftir traktorum til matvælaframleiðslu. Fyrstu Volvo-traktorarnir voru hann­aðir og framleiddir í samvinnu við ­sænska dráttarvélaframleið­andann Bolinder-Munkell sem Volvo keypti síðan árið 1973.

Fyrsta Volvo dráttarvélin kom á markað 1944 en Volvo T41 eins og týpan kallaðist var í raun lítið annað en Bolinder-Munkell GBMV-1 undir vöruheiti Volvo og öðruvísi á litinn. Bolinder-Munkell var grænn en Volvo rauður. Vélin í báðum var átta strokka, gírarnir fimm og báðar voru fáanlegar á stálhjólum eða gúmmítúttum og náðu tíu kílómetra hraða.

Minni dráttarvélar

Á árunum eftir heimstyrjöldina síðari dró úr eftirspurn eftir stærri dráttarvélum og Volvo hóf framleiðslu á minni traktorum með fjögurra strokka vél sem kallaðist Volvo T21.

Eftir að Volvo yfirtók Bolinder-Munkell var öll dráttarvélaframleiðsla Volvo flutt í verksmiðjur Bolinder-Munkell.

Nafni Bolinder-Munkell var haldið við í nokkur ár en þar sem nafnið Volvo var þekkt­ara á heimsvísu varð það ofan á og nafnið Bolinder-Munkell dæmt til gleymsku.

Á sjöunda áratug síð­ustu aldar jókst eftir­spurn eftir kraftmiklum traktorum aftur og árið 1966 setti Volvo á markað  vél sem var 100 hestöfl og kallaðist T800. Á sama tíma voru skandínavískir dráttarvélaframleiðendur leiðandi í öryggismálum dráttarvéla eins og bifreiðum.

Árið 1978 hófu Volvo og finnski dráttarvélaframleiðandi Valmet samstarf sem stóð í nokk­ur ár. Volvo hætti framleiðslu á traktorum árið 1985.

Volvo dráttarvélar á Íslandi

Samkvæmt því sem segir á heima­síðu Fornvélafélags Íslands ­komu ellefu Volvo dráttarvélar til Íslands árið 1949 en síðan virðast þær hverfa af markaði hér. Á heimasíðu Landbúnaðarsafns Íslands ­segir í frétt frá 2004 að það ár bætt­ist í safnkostinn Volvo T22 dráttarvél árgerð 1949. „Vélin er vestan úr Valþjófsdal, gefin af þeim Guðmundi Steinari Gunnarssyni og bróðursonum hans, þeim Þorfinni og Þresti Þorvaldssonum, frá Þorfinnsstöðum. Vélin er í mjög góðu standi og henni fylgir sláttuvél frá Westeråsmaskiner.

Á sinni tíð máttu fyrstu eigend­urnir, Björgmundur á Kirkjubóli og Gunnar á Þorfinnsstöðum, brjótast með vélina yfir óvegi um Ófæru, enda þetta fyrsta vél sem í Dalinn kom. Þar gegndi hún ýmsum hlutverkum um árabil en naut góðs atlætis hjá Þorvaldi, syni Gunnars, á Þorfinnsstöðum síðari árin en síðan Guðmundi bróður hans.

Volvóinn er safninu fengur því á sinni tíð var sams konar vél á Hvanneyri, sem margir hafa spurt eftir. Fáar vélar þessarar gerðar komu til landsins, líklega aðeins um tugur, en þær reyndust hins vegar vel.“

Skylt efni: Gamli traktorinn | Volvo

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...