Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tilraunastöðin er fyrst og fremst rannsóknastofa á háskólastigi og þar fara fram rannsóknir og greiningar á dýrasjúkdómum. Þar verður haldinn Vísindadagur 20. apríl í tilefni af 70 ára afmæli stöðvarinnar.
Tilraunastöðin er fyrst og fremst rannsóknastofa á háskólastigi og þar fara fram rannsóknir og greiningar á dýrasjúkdómum. Þar verður haldinn Vísindadagur 20. apríl í tilefni af 70 ára afmæli stöðvarinnar.
Fréttir 11. apríl 2018

Vísindadagur á Keldum á sjötíu ára starfsafmæli

Höfundur: Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður og prófessor á Keldum
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fagnar sjötíu ára starfsafmæli í ár. Meðal viðburða er Vísindadagur sem fer fram 20. apríl 2018 á bókasafni Tilraunastöðvarinnar og er allan daginn. 
 
Tilraunastöðin er fyrst og fremst rannsóknastofa á háskólastigi og þar fara fram rannsóknir og greiningar á dýrasjúkdómum.
 
 
Vísindadagur
 
Vísindadagurinn hefur að undanförnu verið haldinn annað hvert ár. Hann hefur fest sig í sessi sem vettvangur fyrir kynningu á starfseminni og er nú haldinn í áttunda sinn. Ráðstefnan verður 20. apríl 2018 frá kl. 8.30-16 og er skipt upp í nokkra ráðstefnuhluta (sjá dagskrá). Meginefni ráðstefnunnar eru rannsóknir og vísindastörf á Keldum í tilefni sjötíu ára starfsafmælis, nú með almennara sniði en áður. 
 
Ráðstefnan verður haldin í bókasafni Tilraunastöðvarinnar og er aðgangur öllum heimill og að kostnaðarlausu. Á Vísindadegi Keldna 2018 verður fræðsluefni um helstu nýjungar í rannsóknum og greiningum á dýrasjúkdómum. Vísindadagurinn verður sam­ráðsvettvangur hagsmunaaðila, einkum dýralækna og starfsmanna í dýrasjúkdómageiranum. Stefnt er að því að koma saman starfsmönnum Keldna og starfandi dýralæknum á Íslandi á þessum vísindadegi. Níu fyrirlesarar munu sjá um fræðsluna, einn gestur erlendis frá, hinir eru sérfræðingar á Keldum. Erlendi gestafyrirlesarinn er Martin Krarup Nielsen frá University of Kentucky ? Maxwell H. Gluck Equine Research Center, sérfræðingur í sníkjudýrum, og hann mun halda tvo fyrirlestra. Í vísindanefndinni sem sér um undirbúning og skipulag eru: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Þórunn Sóley Björnsdóttir.
 
Keldur í sjötíu ár
 
Meginviðfangsefni Tilrauna­stöðvarinnar er rannsóknir á dýrasjúkdómum og varnir gegn þeim. Sjötíu ár eru síðan rannsóknastarfsemi hófst á Tilraunastöðinni. 
 
Sigurður Ingvarsson.
Aðdragandinn var talsverður en áður fóru rannsóknir á búfjársjúkdómum fram á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Ríkið keypti jörðina Keldur í Mosfellssveit með öllum mannvirkjum ásamt eyðibýlinu Keldnakoti árið 1941. Í fyrstu var aðstaðan á Keldum nýtt til dýrahalds en fyrsta rannsóknastofuhúsið var reist árið 1948. Forstöðumaður var Björn Sigurðsson læknir. Margt hefur breyst á þessum sjötíu árum. Ný smitefni greinast stöðugt og sumum hefur verið útrýmt með skilvirkum aðgerðum, byggðum á fræðilegum grunni. Fræðasviðin hafa þróast, nýjar aðferðir eru notaðar við greiningar og rannsóknir og nákvæmni og afkastageta margra rannsóknatækja hefur margfaldast. Samhliða þróun í tölvumálum og netvæðingu er upplýsingastreymi á auknum hraða. 
 
Rannsóknatæki hafa verið tölvuvædd og úrvinnsla gagna er öflugri og oft notendavænni en áður, má t.d. nefna stafræna myndgreiningu og greiningu á gögnum raðgreiningar erfðaefnis. Kostnaðurinn og fyrirhöfnin við uppbyggingu á nýrri aðferðafræði og úrvinnslu gagna getur verið talsverð. Því hefur Tilraunastöðin nýtt sér kjarnaaðstöðu og uppbyggingu á henni innanlands og erlendis og er í samstarfi við þessa aðila. Vaxandi lífsýnasöfn gefa aukna möguleika á nýjum samanburðarrannsóknum af ýmsum toga.
 
Starfsemin í dag
 
Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum. Rannsakaðir eru sjúkdómar í flestum spendýrategundum Íslands og allmörgum fugla- og fisktegundum. 
 
Tilgangur rannsóknanna er að efla skilning á eðli sjúkdóma og skapa nýja þekkingu. Heilbrigð dýr eru forsenda arðvænlegs landbúnaðar og fiskeldis. Einnig er mikilvægi heilbrigðra dýra sem bera ekki sjúkdóma í menn hvati að hagnýtingu rannsóknanna. Tilraunastöðin er í nánu samstarfi við atvinnulífið, má þar nefna landbúnað, fiskeldi, matvælaframleiðslu og líftækniiðnað. Starfið er rótgróið og gott dæmi um samlegðaráhrif vísindastarfs og atvinnulífs. 
 
Á Keldum er fagleg forysta á ýmsum fræðasviðum og mikil þekking og reynsla. Helstu fræðasviðin eru príonfræði, veiru­fræði, bakteríufræði, sníkju­dýrafræði, meinafræði, ónæmis­fræði, sameindalíffræði og tilraunadýrafræði. Tilraunastöðin er í öflugu tengslaneti vísindastarfs á alþjóðavísu. Rannsóknaverkefni síðustu ára eru m.a. ónæmis- og sjúkdómafræði fiska, sníkjudýra- og bakteríufræði, veirur í sauðfé og hestum, riða og skyldir sjúkdómar og sumarexem í hestum. 
 
Hvað er fram undan?
 
Ýmsar áskoranir eru á döfinni og mörgum áleitnum rannsókna­spurningum þarf að svara með nýjum nálgunum við sýnatöku og í aðferðafræði og úrvinnslu gagna. Framtíðarsýnin er skýr m.t.t. þess hvernig efla má fræðasviðin. Breytingar eru fram undan á loftslagi, ferðamannastraumi, flutningi fóðurs, matvæla og dýraafurða, vexti í fiskeldi, inngripum mannsins í vistkerfi o.fl. Þetta kallar á uppbyggingu innviða og aukinn viðbúnað og viðbragðsþjónustu. Mikilvægt er að við rannsökum hvaða þýðingu þessar breytingar hafa fyrir dýrasjúkdómastöðuna á Íslandi. 
 
Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður og prófessor
á Keldum

Skylt efni: Keldur

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara