Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bláskógabyggð vill að dreifbýlið njóti sama orkuverðs og þéttbýlisbúar, enda sé uppspretta raforkunnar og nær allar virkjanir í dreifbýlinu.
Bláskógabyggð vill að dreifbýlið njóti sama orkuverðs og þéttbýlisbúar, enda sé uppspretta raforkunnar og nær allar virkjanir í dreifbýlinu.
Fréttir 22. maí 2019

Vill jöfnun raforkuverðs milli þéttbýlis og dreifbýlis

Höfundur: HKr. / MHH
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti ályktun á fundi sínum 9. maí um að beina því til ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar að raforkuverð í dreifbýli og þéttbýli verði jafnað. 
 
Helgi Kjartansson.
Í ályktuninni segir að frá því að skipulagsbreytingar voru gerðar á raforkukerfinu árið 2005 hafa fyrirtæki sem annast dreifingu á raforku í þéttbýli og dreifbýli haft tvær mismunandi gjaldskrár, aðra fyrir dreifingu raforku í þéttbýli og hina fyrir dreifingu raforku í dreifbýli. Þrátt fyrir niðurgreiðslu frá ríkinu, með svonefndu dreifbýlisframlagi, er raforkuverð í dreifbýli enn hærra en raforkuverð í þéttbýli. Frá árinu 2015 hefur dreifbýlisframlagið verið fjármagnað með svonefndu jöfnunargjaldi, sem er lagt á alla almenna raforkunotkun. 
 
Hluti af arði Landsvirkjunar verði nýttur í niðurgreiðslur
 
Þá segir í ályktun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar:
„Til að ná fullri jöfnun raforkuverðs fyrir alla landsmenn er áætlað að þurfi viðbótarframlag sem nemur um 900 milljónum á ári. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að nýta megi hluta af arði af rekstri Landsvirkjunar sem framlag til niðurgreiðslu raforkuverðs. 
 
„Sveitarstjórn telur að nýta megi hluta af arði af rekstri Landsvirkjunar sem framlag til niðurgreiðslu raforkuverðs. Við bendum á að í gegnum tíðina hefur verið rætt um að þegar skuldir Landsvirkjunar hafi verið greiddar niður muni arður af henni nýtast í þágu landsmanna. Það liggur beinast við að sá arður verði nýttur á sviði raforkumála og beinlínis í þágu landsbyggðarinnar, þar sem allar virkjanir Landsvirkjunar standa,“ segir Helgi Kjartansson oddviti.
 
Tímabært að íbúar landsbyggðar sitji við sama borð 
 
„Tímabært er að íbúar hinna dreifðu byggða sitji við sama borð og íbúar í þéttbýli hvað varðar raforkuverð og í raun hálfhjákátlegt að þeir sem búa næst uppsprettu raforkunnar, nærri virkjununum eða undir raflínum sem flytja orkuna á suðvesturhornið, skuli greiða hærra verð fyrir orkuna en þeir sem fjær búa,“ segir í ályktun sveitarstjórnar. 

Skylt efni: raforkuverð

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...