Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Fréttir 10. apríl 2018

Vilja viðhalda kvótakerfinu og hræðast ekki erlenda samkeppni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúabændur vilja viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og hræðast ekki innflutning séu samkeppnisaðstæður þeirra sambærilegarvið erlenda framleiðendur.

Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir að samkvæmt ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda vilji bændur viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu.

„Sem þýðir að kúabændur vilja kvótakerfið áfram og vilja áfram geta átt viðskipti með greiðslumark og að það færist á milli manna með svipuðum hætti og verið hefur með innlausnarmarkaði ríkisins.

Á næsta ári verður kosið um kvótann og ef kosningin fer eins og skoðanakannanir benda til þá verður niðurstaða í anda ályktunar aðalfundarins og gott nesti fyrir stjórnina á vinna með.“

Aðalfundur LK ályktaði einnig um niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og ógerilsneyddi mjólk. Arnar segir að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, hafi komið á fundinn og lýst því yfir að stjórnvöld muni ræða við þá aðila hjá Evrópusambandinu sem hafa með það mál að gera mjög fljótlega. 

„Kristján hefur einnig stofnað starfshóp sem á að fjalla um málið og við bindum talsverðar vonir við hann og að fjallað verði um málið af alvöru. Enda eru menn farnir að sjá stóra samhengið og skilja að það skipti máli að hafa öflugan landbúnað í landinu. Það sem skiptir okkur mestu máli er að búa við samkeppnisaðstæður sem gera okkur kleift að takast á við erlenda samkeppni því við hræðumst hana ekki.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...