Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Fréttir 10. apríl 2018

Vilja viðhalda kvótakerfinu og hræðast ekki erlenda samkeppni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúabændur vilja viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og hræðast ekki innflutning séu samkeppnisaðstæður þeirra sambærilegarvið erlenda framleiðendur.

Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir að samkvæmt ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda vilji bændur viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu.

„Sem þýðir að kúabændur vilja kvótakerfið áfram og vilja áfram geta átt viðskipti með greiðslumark og að það færist á milli manna með svipuðum hætti og verið hefur með innlausnarmarkaði ríkisins.

Á næsta ári verður kosið um kvótann og ef kosningin fer eins og skoðanakannanir benda til þá verður niðurstaða í anda ályktunar aðalfundarins og gott nesti fyrir stjórnina á vinna með.“

Aðalfundur LK ályktaði einnig um niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og ógerilsneyddi mjólk. Arnar segir að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, hafi komið á fundinn og lýst því yfir að stjórnvöld muni ræða við þá aðila hjá Evrópusambandinu sem hafa með það mál að gera mjög fljótlega. 

„Kristján hefur einnig stofnað starfshóp sem á að fjalla um málið og við bindum talsverðar vonir við hann og að fjallað verði um málið af alvöru. Enda eru menn farnir að sjá stóra samhengið og skilja að það skipti máli að hafa öflugan landbúnað í landinu. Það sem skiptir okkur mestu máli er að búa við samkeppnisaðstæður sem gera okkur kleift að takast á við erlenda samkeppni því við hræðumst hana ekki.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...