Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Fréttir 10. apríl 2018

Vilja viðhalda kvótakerfinu og hræðast ekki erlenda samkeppni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúabændur vilja viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og hræðast ekki innflutning séu samkeppnisaðstæður þeirra sambærilegarvið erlenda framleiðendur.

Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir að samkvæmt ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda vilji bændur viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu.

„Sem þýðir að kúabændur vilja kvótakerfið áfram og vilja áfram geta átt viðskipti með greiðslumark og að það færist á milli manna með svipuðum hætti og verið hefur með innlausnarmarkaði ríkisins.

Á næsta ári verður kosið um kvótann og ef kosningin fer eins og skoðanakannanir benda til þá verður niðurstaða í anda ályktunar aðalfundarins og gott nesti fyrir stjórnina á vinna með.“

Aðalfundur LK ályktaði einnig um niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og ógerilsneyddi mjólk. Arnar segir að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, hafi komið á fundinn og lýst því yfir að stjórnvöld muni ræða við þá aðila hjá Evrópusambandinu sem hafa með það mál að gera mjög fljótlega. 

„Kristján hefur einnig stofnað starfshóp sem á að fjalla um málið og við bindum talsverðar vonir við hann og að fjallað verði um málið af alvöru. Enda eru menn farnir að sjá stóra samhengið og skilja að það skipti máli að hafa öflugan landbúnað í landinu. Það sem skiptir okkur mestu máli er að búa við samkeppnisaðstæður sem gera okkur kleift að takast á við erlenda samkeppni því við hræðumst hana ekki.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...