Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á Ormsstöðum í Grímsnesi.
Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á Ormsstöðum í Grímsnesi.
Mynd / smh
Fréttir 24. mars 2017

Vilja standa með íslenskri framleiðslu

Höfundur: smh
Ormsstaðir sneru viðskiptum sínum til Stjörnugríss á dögunum, eftir 49 ára viðskiptasögu við Sláturfélag Suðurlands (SS). Ákvörðunin er tekin, að sögn bóndans, til að styðja við íslenska kjötframleiðslu.
 
Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á Ormsstöðum, segir að ákvörðunin um að flytja sig til Stjörnugríss hafi ekki snúist fyrst og fremst um peninga. „Þetta snerist aðallega um vilja okkar til að standa með  íslenskri framleiðslu, vera stoltir af henni og kynna styrkleika hennar,“ segir Guðný en Ormsstaðir hafa lagt framleiðslu sína inn til SS frá árinu 1968. Þegar Ormsstaðir söðluðu um var einungis eitt íslenskt gyltubú eftir í föstum viðskiptum við SS.
 
Mikið framboð af ódýru innfluttu kjöti
 
„Þrátt fyrir aukna eftirspurn á svínakjöti á undanförnum árum, vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og aukinnar innlendrar neyslu, höfum við ekki fundið fyrir því í hærra verði til bænda. Það skýrist af því að samhliða þessu hefur innflutningur á svínakjöti stóraukist.
 
 Þegar við höfum óskað eftir betra verði hefur okkur verið svarað með því að benda á að það sé mikið framboð af ódýru innfluttu kjöti og það hefur haldið verðinu til okkar niðri,“ útskýrir Guðný. 
 
 Hún segir þetta vera mikil vonbrigði enda hafi þau – eins og aðrir svínabændur á Íslandi – keppst við að auka gæði framleiðslunnar. „Það höfum við meðal annars gert með markvissri vinnu við að bæta aðbúnað dýranna sem og með því að lágmarka alla lyfjagjöf til þeirra þannig að hún er með því langminnsta sem þekkist í heiminum.
 
Það er því að okkar mati afar ósanngjarnt af fyrirtæki eins og SS, sem er samvinnufélag bænda, að leggja innfluttar afurðir af dýrum, sem alin eru við allt aðrar og verri aðstæður en þekkist hér á landi, að jöfnu við okkar afurðir.
 
 Okkur hefur því einfaldlega ekki þótt SS standa nægilega vel með íslenskum svínabændum og höfum þess vegna tekið þessa ákvörðun,“ segir Guðný.
 
Allar afurðir íslenskar 
 
Að sögn Guðnýjar notar Stjörnugrís eingöngu íslenska framleiðslu og með því að færa viðskiptin þangað telji þau sig standa betur á bak við innlenda framleiðslu. „Neytendur geta gengið að því sem vísu að allar afurðir frá Stjörnugrís eru íslensk framleiðsla. Þar er íslenskri framleiðslu ekki blandað saman við innflutt kjöt sem neytendur geta ekki nálgast fullnægjandi upplýsingar um; varðandi uppruna, aðbúnað og lyfjagjöf.“
 
Þegar Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, er inntur eftir því hvort þessi umskipti Ormsstaða muni leiða til þess að vægi innflutts svínakjöts í framleiðslu þeirra muni aukast, segir hann að SS hafi skyldum að gegna gagnvart eigendum sínum (bændum), starfsfólki, neytendum, viðskiptavinum og samfélagi. „Einn af lykilþáttum rekstrarins er að tryggja nægjanlegt hráefni til framleiðslunnar.  Þannig kaupir félagið iðulega hráefni af öðrum sláturleyfishöfum innanlands og sú staða hefur oft komið upp í gegnum tíðina að vegna skorts innanlands hefur félagið neyðst til að flytja inn nauta- og svínakjöt til að tryggja vöruframboð og eðlilega starfsemi,“ segir Guðmundur.
 
Umbúðum breytt ef nauðsyn krefur
 
SS hefur um nokkurn tíma notað slagorðið „íslensk framleiðsla – íslenskt kjöt“ – til að mynda á umbúðum á unnum kjötvörum og eins hefur það verið að finna á vef félagsins, sem yfirskrift yfir vöruflokkana sem í boði eru. Guðmundur segir að félagið hafi ávallt getið þess á umbúðum þegar um innflutt kjöt sé að ræða eða blöndu af íslensku og innfluttu kjöti. „SS framleiðir margs konar vörur undir mörgum vörumerkjum og mun hér eftir sem hingað til  merkja vörur sínar í samræmi við eigin stefnu og gildandi lög og reglugerðir. Þannig verður umbúðum breytt ef nauðsyn krefur.“
 
 
Þegar blaðamaður skoðaði umbúðir á unnum kjötvörum frá SS um miðja síðustu viku var merkið „íslensk framleiðsla – íslenskt kjöt“ að finna á þeim í einhverjum tilvikum. Á öðrum var hvergi getið um uppruna þess kjöthráefnis sem notað var til framleiðslunnar. Guðmundur útskýrir þetta þannig að SS líti svo á að ef annað er ekki tilgreint sérstaklega, sé kjötið íslenskt. 
 
Þess skal getið að þó að reglugerð hafi tekið gildi um síðustu áramót, sem kveður á um að skylt sé að tilgreina upprunaland allra kjötafurða, gildir hún ekki um unnar kjötvörur. Þá ákvarðast uppruninn af þeim stað þar sem varan undirgekkst síðustu umtalsverðu umbreytingu. Skinka eða beikon sem unnið er á Íslandi þarf því ekki að upprunamerkja. 
 
Guðmundur segist ekki vilja ræða málefni eða viðskipti einstakra félagsmanna í fjölmiðlum, það sé ekki viðeigandi. „Almennt er það svo að svínabændur líkt og allir aðrir bændur hafa frjálst val um það hvert þeir beina afurðaviðskiptum sínum og sem betur fer  eru bændur ekki bundnir á klafa í þeim efnum. Innleggjendur flytja sig milli afurðastöðva á eigin forsendum eftir því sem þeir telja hagsmunum sínum best borgið hverju sinni.“ 
 
Svínakjöt eina kjöttegundin sem hækkaði til bænda
 
„Sláturfélagið ákveður það afurðaverð sem það greiðir bændum hverju sinni þar sem tekið er tillit til stöðu viðkomandi kjöttegundar á markaði innanlands og utan, hráefnisþarfar félagsins, birgðastöðu og fleiri þátta.  Verð á kindakjöti breytist yfirleitt einu sinni á ári en verði á öðrum kjöttegundum er breytt oftar eftir því sem aðstæður krefja. Þannig lækkaði verð á kindakjöti sl. haust, hrossakjöt lækkaði sömuleiðis en nautgripaverð hélst óbreytt allt síðasta ár.  Eina kjöttegundin sem hækkaði til bænda var svínakjöt. Þá hefur félagið ákveðið að greiða 2,5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2016 og sýnist okkur að félagið hafi þar með greitt hæsta afurðaverð landsins í fyrra,“ segir Guðmundur. 
Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...