Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup.
Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup.
Mynd / James Baltz
Fréttir 31. júlí 2023

Vilja leyfa notkun á glýfosati

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun vera að vinna að endurupptöku á notkunarheimildum á efninu glýfosat í aðildarríkjum sínum. Umhverfisverndarsamtök fordæma ákvörðunina.

Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup. Álitamál hefur verið um hvort notkun þess geti verið hættuleg heilsu manna og mögulega valdið krabbameini. Á undanförnum árum hefur því verið hávær umræða um takmörkun og banna við notkun þess.

Nýlega birti Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) samantekt á niðurstöðum sínum um notkun þess í landbúnaði. Segir í þeim að áhrif notkunar glýfosats á heilsu manna, dýra og umhverfis valdi ekki áhyggjum. Umhverfisverndarsamtök mótmæltu áliti EFTA og saka stofnunina um að ganga erinda stórfyrirtækja í matvælaiðnaði. Samkvæmt fregn miðilsins Politico mun framkvæmdastjórnin á næstu vikum kynna álit sitt og hefja viðræður um leyfisveitingu efnisins. Talsmenn hagsmunasamtakanna Pesticide Action Network Europe hafa fordæmt framferði framkvæmdastjórnarinnar og kalla eftir að EFSA birti allar niðurstöður sínarogöllgögnsemliggjaþeimtil grundvallar áður en farið er að ræða leyfisveitingar. Þau segja niðurstöður framkvæmdastjórnarinnar „vandræðalegar“ og grafi undan rótgrónum skilningi á áhættu tengdum notkun á glýfosati. Talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar segir hana starfa gagnsætt og hafi fylgt hefðbundinni málsmeðferð.

Búist er við að endanleg ákvörðun verði tekin í október.

Skylt efni: glýfosat

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...