Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vilja að tollkvótar á kjöti verði reiknaðir án beins
Fréttir 8. maí 2018

Vilja að tollkvótar á kjöti verði reiknaðir án beins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna harðlega boðaðar breytingar á úthlutun tollkvóta þar sem lagt er til að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna er óskað eftir upplýsingum frá atvinnuvegaráðuneytinu um það hvernig staðið hafi verið að útreikningum á tollkvótum á kjöti allt frá því að fyrri samningar við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum voru gerðir árið 2007. Samtökin telja mikilvægt að fá úr því skorið hvort slíkir kvótar á kjöti hafi til þessa verið reiknaðir með beini eða án. Sjá erindi samtakanna hér.

Á vef Neytendasamtakanna segir að ljóst sé að boðuð breyting muni fela í sér verulega skerðingu á því magni sem nú er heimilað að flytja inn samkvæmt tollkvótum eða um allt að þriðjung. "Ávinningur neytenda yrði því mun minni en gert var ráð fyrir sem er að mati samtakanna óásættanlegt. Tilgangur hinna auknu tollkvóta er tvíþættur. Annars vegar að veita neytendum aðgang að meira vöruúrvali á samkeppnishæfu verði. Hins vegar að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald. Með þeim áformum sem stjórnvöld hafa nú kynnt taka stjórnvöld þrönga sérhagsmuni enn á ný fram yfir heildarhagsmuni," segir á vef Neytendasamtakanna.

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...